18.6.2010 | 22:30
Skipulögð óreiða?
Veit ekki hvað öðrum finnst en í mínum augum leit sóknarleikur tjallanna stundum út eins og skipulögð óreiða. Þetta lýsti sér í því að enginn fyrir utan David James virtist vita hvert hlutverk hans var í sókninni og er þó nokkuð langt gengið. Meira að segja innkoma gamla Brighton stráksins Gareth Barry í liðið kætti leik liðsins ekki neitt.
Hlakka til að sjá hvað gerist þegar Englendingar mæta Slóvenum - vona svo sannarlega að Matt vinur minn Garner verði við hlið mér þá. Hans var sárt saknað í kvöld.
Gerrard: Við vorum ekki nógu góðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það fyndna er að mest lesna fréttin er um tap Þjóðverja, sem töpuðu heldur ólukkulega í leik fullum af færum. Ég man ekki eftir ensku færi á öllu mótinu.
Þótt frétt kvöldsins sé í raun að ENG sökki big time þá hella Íslendingar sér alltaf á það þegar Þjóðverjar tapa...tja...hvað á maður að segja? Lágkúra...en leiðréttist að lokum...kv
Eiki S. (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.