Spennan magnast

Spennustigið í fyrst deildinni hækkar bara með þessum úrslitum. Piltarnir að austan fjarlægjast botninn og nálgast toppinn og Þórsarar skjótast upp í þriðja sætið. Efstu 9 liðin dreifast á 8 stiga bil. Frábært!

Ekki er það svo til að skemma stemmninguna þegar liðin eru svona jöfn að endalausir úrslitaleikir fara fram. Í næstu umferð mætast t.d. Þór og ÍR fyrir norðan. Leiknir og KA í Breiðholtinu og Fjölnir og HK á Fjölnisvelli. Skagamenn fá Reykjavíkur Þrótt í heimsókn og geta hrist þá af sér með sigri. Víkingur R. fær Gróttu á heimavelli og ætti að hafa það af svo er spurning um hvað strákarnir að austan gera gegn Njarðvík. Tap hjá Njarðvík og Gróttu í næstu umferð gerir stöðu þeirra ekki svakalega bjarta. Ég veit ekki af hverju en ég reiknaði með meira flugi á HK strax í byrjun móts, en þeir eru kannski bara að hitna, vona að svo sé fyrir hönd Tomma Tomm.


mbl.is Þór og Fjarðabyggð með útisigra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.