26.6.2010 | 22:20
Frú Ragnheiður...
...og ég erum sammála þarna. Personulega finnst mér þessi ályktun ekki góð og í raun stórt skref aftur á bak. Við hvað er fólk hrætt? Var reyndar ekki á fundinum og veit því ekki hvaða rök menn notuðu til þess að taka þessa ákvörðun en ég hefði haldið að þjóðinni ætti að vera opnari en hún er á þessari stundu fyrir nánara samstarfi við umheiminn, þa er ekki eins og við séum að spjara okkur eins og staðan er, já eða var þegar allt var hér byggt í skýjaborgum og ropi um eigið ágæti sem hrundi svo yfir okkur eins og enginn væri morgundagurinn.
Ég veit ekki en mér finnst svona ályktanir um að stíga til baka svona einskonar innilokunar pælingar svipaðar og kommúnistarnir á sinum tíma.
Í ESB er fullt af tækifærum, miklu fleiri en við búum yfir nú þegar. Afhverju á að hafna því að skoða það? Þegar maður ákveður að gifta þig þá fórnar maður ýmsu en á móti fær maður ýmsilegt á móti. Viðræður við ESB eru ekkert annað giftingarpælingar, svo taka menn ákvörðun þegar rætt er um hvenær eigi að ganga upp að altarinu. Viðrður ekki einu sinni farnar almennilega af stað og menn búnir að gera í buxurnar?
Óþarfi að sundra flokksmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í lýðræðisflokki ræður meirihluti.
Svo ofur einfallt er það !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 22:27
Alveg sammála en maður þarf ekki að vera sammála því. Menn vinna þá væntanlega eftir þessu, eða skipta um skoðun í miðri á eins og virðist stundum vera algengt hjá þessum pólitísku öflum!
Gísli Foster Hjartarson, 26.6.2010 kl. 22:29
þ.e.a.s. að vera sammála því sem tekin var ákvörðun um.
Gísli Foster Hjartarson, 26.6.2010 kl. 22:30
Eigum við að vera sammála um að það þarf ekki að vera sammála nema að menn sannmælast um að vera samtaka í því að vera alltaf sammála um allt !! held ég sé komin út úr kú. Sæll samt og takk fyrir gott blogg.
Guðmundur Júlíusson, 26.6.2010 kl. 22:43
Það hanga alltof miklir skilmálar á þessari ESB aðildarumsókn til að hægt sé að fara þarna inn segi ég og er nóg að nefna Icesave.. og ekkert sem bendir til þess að við munum ráða yfir landi okkar og þjóð og só sorry bara segi ég ef að af þessari aðild verður sem vonandi verður ekki. Það er engin að segja að það meigi ekki skoða þessa aðild seinna þegar við höfum náð okkur út úr þessu ástandi sem þjóðin er í og við náum okkur aldrei út úr þessu með endarlausum lántökum eins og Ríkistjórnin er að gera og það er alveg ljóst fyrir mér....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.6.2010 kl. 23:32
Góður Guðmundur. Við skulum vera sammála um það. Þakka hlý orð í minn garð. Farðu vel með þig
Gísli Foster Hjartarson, 26.6.2010 kl. 23:33
Hvað er fólk eiginlega tilbúð að fórna miklu bara fyrir tryggð sína við flokk á borð við Sjálfstæðisflokkinn. Hugsið ykkur að ef við göngum í ESB þá lækka vextir á öllum lánum til heimilanna og fyrirtækja um 228 miljarða á ári, já 228 miljarða á hverju ári. Þetta eru peningar sem ég og þú eigum og verðum að vinna hörðum höndum fyrir og láta síðan af hendi við fjármagnseigendur. Að ganga í ESB yrði þess vegna mesta kjarabót sem íslenskum almenningi mun nokkurn tíman standa til boða. Hugsið ykkur einnig allar vinnustundirnar sem almenningur þarf að leggja á sig til að borga þessa 228 miljarða á ári. Þetta er fórnarkostnaðurinn sem við borgum fyrir að vera ekki í nánara samstarfi við aðrar þjóðir, og husið ykkur einnig hve við gætum búið börnunum okkar betra líf ef ekki kæmi til þetta rán á hverju ári. Einnig má velta því fyrir sér allan þann frítíma sem fólk hefði ef það þyrfti ekki að vinna myrkran á milli til að borga þessa okurvexti. Áfram ESB!!!!
Svona lán munu bjóðast Íslendingum ef þeir ganga í ESB. Þeir gætu valið á milli
1. Lán með 4 prósenta föstum vöxtum til 30 ára.
2. Lán með breytilegum vöxtum til 30 ára. Vextirnir á því láni eru nú 1,9 prósent og geta aldrei farið upp fyrir 5 prósent.
Sumir Íslendingar vilja borga sín lán með verðtryggingu og vöxtum 17 falt til baka, þ.e. þeir sem eru á móti því að ganga í ESB. Þessi kjör hér að ofan standa dönskum almenningi - og öllum Evrópubúum ef út í það er farið - til boða. Og þau eru öll óverðtryggð enda slíkt fyrirbæri óþarft í heilbrigðum hagkerfum. Þau sem sagt lækka í hvert skipti sem borgað er af þeim. Ef við tökum lán til 40 ára hér á landi og miðum við 5% vexti og 5% verðbólgu, sem sagt allt í fína lagi, þá þurfum við að borga hátt í 200 miljónir til baka á þessum 40 árum. Ef við tökum lán á evrusvæðinu 20 miljónir til 40 ára, þá þurfum við að borga 24 miljónir til baka. Hvort vilt þú?
Gott fólk, út af hverju takið þið ekki afstöðu til ESB út frá því hvort það komi ykkur persónulega vel eða ekki? Kvótagreifinn tekur afstöðu til ESB út frá því sem er best fyrir hann, óðalsbóndinn tekur afstöðu út frá því sem er best fyrir hann. Hvað með þig, langar þig að borga húsnæðislánið þitt 10 falt til baka, eða rúmlega einu sinni til baka? Hættum þessu bulli að láta einhverja sérhagsmunasambönd teyma okkur út í stuðning við örfáa aðila, tökum bara afstöðu til ESB út frá því sem kemur okkur sjálfum og fjölskyldum okkar best. Hvort viltu borga til baka af 20 miljóna króna íbúðarláni, 200 miljónir eða 24? Ertu flón eða maður sem stendur með sjálfum þér?
Lestu eftirfarandi og spurðu sjálfan þig hvort það sé þess virði að styðja við bakið á kvótagreifum og óðalsbændum? Hversu miklu ertu tilbúinn að fórna svo sérhagsmunaaðilar sofi rólega á meðan þú borgar af láninu þínu?
Samkvæmt útreikinginum á kostnað við fasteignalán til fjörutíu ára í Þýskalandi á fasteignavefnum Immobilienscout:=> Fjárhæðin skiptir ekki máli fyrir útreikningana, hún vex í sama hlutfalli hversu há sem hún er, en við miðuðum við 100.000 evrur og þá 4% vexti sem gefnir eru upp til viðmiðunar. Vaxtarkostnaður við slíkt lán væri 19.475 evrur. Það er, heildarfjárhæðin sem lántaki greiðir til baka á 40 árum er 119.475 evrur. Vaxtakostnaðurinn er tæp 20% af lánsfjárhæðinni.
Kostnaðurinn við þýskt húsnæðislán til 40 ára er því undir 20% af lánsfjárhæðinni. Kostnaðurinn við íslenskt húsnæðislán til sama tíma, miðað við 6% vexti og 5% verðbólgu, er yfir 800% af lánsfjárhæðinni. Munurinn á 20% (0,2x) og 800% (8x) er fertugfaldur.
Valsól (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 00:01
Valsól - eitthvað í þessa áttina hef ég verið að reyna að segja fólki og hef tekið sem dæmi vin minn í Engalndi en nánast enginn vill hlusta - af hverju veit e´g ekki - takk fyrir þennan pistil set hann í safnið mitt.
Gísli Foster Hjartarson, 27.6.2010 kl. 00:39
Já, sama hér, reyni eins og ég get að vekja fólk og gengur misjafnlega.
Valsól (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 04:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.