28.6.2010 | 18:08
Gerðu mér greiða nafni
Nafni! Ég ætla bara að benda þér á eitt sem oft hefur gagnast fólki vel þegar eitthvað bjátar á. Ekki fylgja duttulungum fjöldans hverju sinni. Vertu bara þú sjálfur, þannig verður þá alltaf sáttastur við sjálfan þig. Hvað öðrum finnst er svo bara þeirra mál. Fólk mun styðja þig eða ekki hvora leiðina sem að þú velur - það er því í raun aðeins þín eigin samviska sem að þú þarft að eiga við, ekki missa hana frá þér. ...og svo tekur maður bara skilaboðunum sem að maður fær hvert heldur um er að ræða höfnun eða ekki.
Gefur skilaboðunum gaum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þér Gísli Foster.
Hvað skyldu margir þingmenn ( núverandi og fyrrverandi ) hafa hreina samvisku ?? Skemmtu þér vel á gosloka hátíð.
Björn Jónsson, 28.6.2010 kl. 18:31
Góðir sáttur við ykkur!
Sigurður Haraldsson, 28.6.2010 kl. 19:22
Þegar þetta þríeyki er sammála þá er nú rétt hjá fólki að spá í það sem um er rætt
Björn ég mun gera mitt besta til að eiga góðar stundir á goslokahátíðinni.
Gísli Foster Hjartarson, 28.6.2010 kl. 21:25
Gísli Foster - ekki er ég oft sammála þér - en núna
mæltu manna heilastur -
skil hinsvegar ekki SH sem á einum stað heimtar hausinn af - en er svo sammála hér.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.6.2010 kl. 22:50
Í einu bloggi kallar SH Gísla rusl segir það einhverjum eitthvað um Sigurð
Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.6.2010 kl. 22:51
Vertu velkominn í hópinn Ólafur Ingi. Verður ekki Sigurður að eiga það við sjálfan sig? Rétt eins og nafni skoðar sinn hug?
Gott að heyra að þú ert ekki alltaf sammála mér, þannig vil ég hafa það. Þetta væri algjörlega litlaust ef allir jörmuðu alltaf í takt þó ég þekki marga sem vilja helst alltaf hafa það svo.
Gísli Foster Hjartarson, 28.6.2010 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.