1.7.2010 | 18:16
Evrópudraumurinn úti?
Það er ég smeykur um að þarna hafi naglinn í Evrópukistu Fylkismanna verið negldur þetta árið, því miður. Þetta ætlar ekki að vera neitt Fylkissumar eftir því sem ég fæ best séð. Menn virðast vera á bólakafi í töpum vikuna inn og vikuna út en komu þó upp til að anda gegn Grindvíkingum í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. Þeir eiga Hauka næst í deildinni það verður forvitnilegt. Það verð ég að segja að þetta sumar hefur ekki spilast eins og ég átti von á hjá Fylkismönnum það sem af er.
Þriggja marka tap Fylkismanna i Hvíta-Rússlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.