Ekki í fyrsta skipti...

....sem að maður er í minnihluta í einhverju. Ja það er að segja að ég vil kanna alla möguleika aðildar áður en ég kasta spilunum í sjóinn. Það er svo margt sem má bæta hér fyrir framtíðina og ég er hræddur um að megnið af því lagist aldrei nema með utanaðkomandi þrýstingi. Þó svo að við færum ekki inn þá gæti nú skapast þrýstingur frá þjóðinni á að þrýsta á um úrbætur þear fólk sér hvernig hlutirnir eru á mörgum sviðum annars staðar.  ...en þetta á allt eftir að koma í ljós, þ.e.a.s.  með framvindu mála.
mbl.is Aðeins fjórðungur vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn eiga að byrja á leyfum til hvalveiða og síðan fyrirkomulagi á

fiskveiðum frantíðarinnar. Þar sem engin sátt mun nást um þessi mál meðal þjóðarinna þð væri hægt að spara marga milljarða ef við slepptum þessum ruglsamningum áður en lengra er haldið.

stefán geir gunnarsson (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 23:39

2 identicon

"...ég vil kanna alla möguleika aðildar áður en ég kasta spilunum í sjóinn."

Þessi ummæli eru snilld. Kemur ekki á óvart að þau komi úr Eyjum, þar sem allt veltur á fiskveiðum. Þar sem menn róa daglega til fiskjar og kasta ekki spilunum nema dýptarmælirinn ("sónarinn") gefi til kynna að eitthvað sé undir.

Þetta er nákvæmlega málið! Sjáum hvað í spilunum býr - og tökum SVO afstöðu!

Ég tek hatt minn ofan fyrir Fosterinum!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 00:52

3 identicon

Vona ég hafi beygt þetta rétt: Hér er Fosterinn, um Fosterinn, frá Fosterinum (?) til Fosterinsins (?)

[Annar hugsanlegur möguleiki væri; frá Fosternum, til Forsternsins (??) Hér verður Forsterinn sjálfur að skera úr...!]

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 00:57

4 identicon

Púff!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 00:59

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ybbar gogg - þar sem Fosterinn er erlent orð máttu beygja það eins og þú villt   - truflar mig ekki neitt.

Stebbi Geir - ég held innst inni að fjarlægðin í fiskveiði málunum verði ekki eins mikil og margir vilja gefa til kynna. Hérna hafa nánast engir tjáð sig fiskveiðarnar nema þeir sem "fiskinn eiga. Ég held að það muni jafnvel koma mönnum á óvart hvað hægt er að fá í gegn en svo er það spurning hvort menn færa viðmiðin þá!!!! En þetta eru samningaviðræður og þá gerist það sjaldanst að einhver einn hafi allt sitt í gegn.

Gísli Foster Hjartarson, 2.7.2010 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.