Svalur, svalari!!! ....algjör þögn!

Get ekki sagt að ég hafi grátið þessi úrslit. Held alltaf með Úr ugvæ þegar þeir komast í úrslitakeppnir og það er engin breyting þar á. Er meira að segja ekki frá því að ég eigi en leik þeir gegn dönum á HM 1986 þegar danir rúlluðu yfir okkur. Hringdi sérstaklega heim frá Englandi til að biðja um að leikurinn yrði tekinn upp!!!! Gott ef menn spiluðu ekki við skota íþeirri keppni líka og  sá leikur held ég einnig til !!!!!!

Sanngjarnt eða ekki? það er ekki spurt að því, það sagði engin að lífið væri sanngjarnt, hvað þá fótboltaleikur. Ég brosi út í bæði en mun dakna Súarez gegn Hollendinugm.

En þetta geta orðið forvitnileg undanúrslit það liggur fyrir að 3 af fjórum liðum sem þangað munu komast hafa ekki gert það jafn gott á HM í Guð má vita hvað langan tíma eða jafnvel aldrei. Er það ekki akkúrat það sem að við viljjum sjá í botlanum? Eitthvað nýtt! Eitthvað óvænt! - Það er það sem ég vil sjá, ég veit ekki með ykkur.


mbl.is Úrúgvæ vann Gana í vítaspyrnukeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eina sem ég get sagt er að ég grét þegar Gana skoraði, öskraði þegar Uruguay skoraði, titraði af hræðslu þegar leikurinn var endalaus og grét aftur hamingju tár þegar við loksins unnum! Já, ég held með UY. Hehe.

Uruguay fólk er svo yndislegt og á þetta svo skilið! :)

Lena (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 05:17

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þú hefur grátið fögrum tárum - Til hamingju með þitt lið - áfram Uruguay

Gísli Foster Hjartarson, 3.7.2010 kl. 06:02

3 identicon

Þetta var hreinn og klár þjófnaður hjá uruguay....  Og það kæmi mér ekki á óvart að suarez fá einhverja leiki í bann fyrir sinn þátt í þjófnaðinum.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 11:54

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Suarez fær nú bara þennan eina leik í bann, sem er refsing fyrir rautt spjald alla jafna, nema ef um brutal ofbeldisbrot er að ræða. 

 Gana-menn sáu alfarið sjálfir um að klúðra tækifærinu, það stal því enginn frá þeim.

Kristinn Karl Brynjarsson, 3.7.2010 kl. 12:05

5 identicon

Ég man nú ekki betur en að beint rautt sé amk tveggja leikja bann

Jón Ingi (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 12:22

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ekki á HM Cahill hjá Áströlum fékk bara einn leik og hann var rekinn útaf fyrir tæklun. Þótti reyndar vafasamur dómur, hefði líklega átt að vera gult, en rauða fór upp fyrir brot og bara einn leikur í bann. 

 Aftur á móti hefði Melo hinn brasilíski, líklegast verið stimplaður út úr keppninni, hefðu Brassar komist áfram.  Hann fékk rautt fyrir ásetningsofbeldisbrot.

 Hendin var jú ásetningur og vissulega rautt spjald en bara einn leikur í bann, punktur.

 Ef að öll ásetningsbrot ættu að þýða bann, þá hefðu flestir þeir sem fengið hafa gullt spjald, farið í bann við fyrsta spjald.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 3.7.2010 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.