6.7.2010 | 15:36
Styttist í leikinn - frábært myndband fylgir
Já já þetta er að bresta á. Nú styttist að það reyni á hvort Úrugvæar komist í úrslit í fyrsta sinn síðan 1950. Já og Hollendingar í fyrsta sinn síðan 1978. Hollendingar aldrei unnið titilinn en smáþjóðin Suður frá hefur unnið tvisvar 1930 og 1950, í fyrra skiptið á heimavelli en í síðara skiptið með því að sigra Brasilíumenn á Maracana leikvanginum fyrir framan 200 þús manns. menn voru byrjaðir að huga að því að afhenda Brössum titilinn þegar úrugvæar gerðu 2 mörk og unnu dolluna. Fengu hana afhenta í dauðaþögn, því Brassarnir voru í sjokki!!!! Eftir þennan leik lögðu Brassar hvítu "ólukkutreyjunum" og tóku upp gulu og grænu búningana sem allir kannast svo vel við í dag. Sigurinn 1930 kom ekki svo mikið á óvart. Menn voru á heimavelli og Úrugvæar höfðu sigrað óopinbert heimsmeistaramót þess tíma Ólympíuleikana bæði 1924 og 1928 og þóttu besta lið í heimi.
Læt fylgja hér með skemmtilegt myndband:
Gullit: Robben í lykilhlutverki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll félagi góður:9
Ég spái Úrúgvæum sigri á eftir,og án framlengingu..
Viltu að ég leggji undir:)
Var að koma heim í gærkveldi eftir aðra hringferð,nú með Svía og reyndar tvo Dani líka...
Bestu kveðjur....
Halldór Jóhannsson, 6.7.2010 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.