8.7.2010 | 18:21
Bjarni Ben klókur!
Á maður að skilja hann þannig að hann vilji svona henti stefnu? Vera í ESB þegar hentar en við utan þegar það hentar ekki? Það hlýtur að vera það sem hann er að gefa í skyn með því að vera að skoða samskipti við útlönd reglulega. Hann vildi sýna þessu ákveðið umburðarlyndi, og leggja peninga þjóðarinnar í vinnuna, en svo snýst honum hugur núna þá á að gera eitthvað annað. Hvað verður það næst?
Klárum þessa vinnu sem er komin á ákveðinn rekspöl, ef okkur líkar ekki það sem í boði er þá segjum við bara nei. Það verður þokkalega kjánalegt að hætta við allt núna og segja sjáumst bara síðar, þ.e.a.s. þegar og ef okkur líst svo á. Við erum ekki nafli alheimsins. Það eru tækifæri þarna og það eru gallar, alveg eins og annarsstaðar - eigum við ekki bara að sjá hvert samningaviðræður leiða okkur? Ef að þessar viðræður geta fært okkur nær betri kjörum fyrir heimilin og fólkið í landinu á að sjálfsögðu að skoða þetta. Ég hef ekki dottið um þennan kappa í umræðunni um að koma með lausnir handa heimilunum síðustu mánuði, eða ár og hann er nú einn af þeim sem stóð í brúnni og tók þátt þegar allt fór til andskotans.
Er allt svona gott hér á landi? Er ég að missa af einhverju?
Umsókn Íslands verði dregin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gísli það er ekkert í boði sem viðum vitum ekki um það er nóg að lesa rómarsáttmálann þar kemur allt mjög skýrt fram að við eigum enga framtíð þarna inni ef það á að halda áfram með þetta ferli.Svo er hitt að Jóhönnu og Össuri treysti ég ekki þó að þau segi að þjóðin fái að ráða.......
Marteinn Unnar Heiðarsson, 8.7.2010 kl. 18:37
Marteinn!!!
Hversu marga telur þú að hafa lesið Rómarsáttmálann hér á landi eða lesið eitthvað annað enn þann áróður sem fyllir alla umræðu um þetta mál.
Er ekki nær að Íslenska þjóðin fái sjálf að meta hvað við fáum úr þessum samningum..
Ef við þurfum að gefa alla fiska hafsins til Spánar og að allir bændur skulu umsvifalaust teknir af lífi þá er frekar ólíklegt að þjóðin kjósi já.
Við hvað eru menn eiginlega hræddir.
Símon (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 18:55
Auðvitað á að klára samningagerð svo almúginn á Íslandi fái að velja hvort hann vilji vera í ESB eða ekki miðað við þær forsendur sem samningur kveður á um. Ég held að Bjarni óttist að Íslendingar kunni að samþykkja inngöngu. Ég vil fá að sjá svart á hvítu hvað er í boði áður en ég mynda mér skoðun.
Guðmundur (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 18:55
Sjálfstæðisflokkurinn og aðrir NEI sinnar eru klárlega hræddir við of góðann samning.
Sleggjan og Hvellurinn, 8.7.2010 kl. 19:01
Djöfull eruði heimskir!!!
Geir (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 19:12
Sorglegt að sjá hvað þú berð litla virðingu fyrir lýðræði. Hitler hefði verið stolltur af þér. Vona þú sýnir þann manndóm að taka fyrsta flug til Stór-Germaníu og lifa þar sem þræll sem lætur ESB segja sér hvernig hann á að sitja og standa. Forfeður þínir eru ekki stolltir. Þú hefur engan rétt á að taka auðlindir þjóðarinnar af börnunum mínum með heigulshætti þínum, þrælslund og heimskri aðdáun á hentistefnu skriffinnskubákni gamalla heimsvelda sem langar að sölsa enn meira undir sig.
... (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 19:14
Ein ábending til ungra villuráfandi treggáfaðra manna eins og þín. Lestu bækur. Blöð og orð stjórnmálamanna leiða þig bara villur vega. Ég á sex bókahyllur um Evrópusambandið væni minn. Það er ekki eins og einfeldningar eins og þú sjáið það. En það muntu aldrei horfast í augu við fyrir eigin þrælslund.
... (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 19:16
Við erum of lítil fyrir ESB enda er það að hrynja eins og spilaborg sanniði til!
Sigurður Haraldsson, 8.7.2010 kl. 19:44
...
víst þú hefur lesið svona mikið um ESB. viltu þá upplýsa okkur vitleysingunum hvaða auðlindir ESB hefur tekið frá öðrum aðildaþjóðum.
t.d olíu bretlands.
Sleggjan og Hvellurinn, 8.7.2010 kl. 21:07
... (sem ekki þorir að koma fram undir nafni) Ef að ég vil skoða hlutinn er ég þá að kasta öllu frá mér? Hverslags rugl er þetta í þér, ég geri ráð fyrir að þú ahfir verið að tala við mig hér að ofan. - Dapurt fyrst þú ert svona fróður um þetta að koma ekki fram undir nafni. Maður gæti þá vitnað í þig. Held ég verði að segja að ummæli þín eru einhver þau döprsutu sem ég hef séð á bloggi mínu undir nafnleynd og ekki svara verð.
Gísli Foster Hjartarson, 8.7.2010 kl. 21:38
Þið sem viljið inn í ESB eigið bágt segi ég. Það að skoða hvað er í boði er allt annað en að keyra þjóðina inn í eitthvað kerfi sem er sniðið fyrir margar milljónir manna og kollvarpar öllu sem hefur verið og SÝNA svo... er ekki eitthvað öfugsnúið í þessari aðferðarfræði hérna segi ég . Við væntanlega skoðum vel og vandlega þau stóru skref sem við tökum í lífinu áður en við tökum þau... Það gerir allavega skynsamur og vitiborin manneskja... Skynsöm og vitiborin manneskja lætur ekki kúga sig gegn sínum vilja nema það sé eitthvað mikið að...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.7.2010 kl. 22:27
Ingibjörg.
Það er verið að lagfæra stjórnsýsluna. Enda ekki vanþurfa á. Sbr efnahagshrunið
Sleggjan og Hvellurinn, 8.7.2010 kl. 22:51
Og við Íslendingar fáum hvorki meira né minna en 4 milljlarða fyrir.
Sleggjan og Hvellurinn, 8.7.2010 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.