Hættur og kostir!!!

Velti fyrri mér hvort að við förum ekki að fá hér líka samtök sem benda á kostina við ESB það eru ekki bara ókostir við ESB. Hvað verður um vaxtakjör okkar, matarkörfuna og sitthvað fleira á. Skoðum þetta, leitum eftir góðum samningi ef að það tekst ekki þá bara hendum við þessu bara. Við eigum ekki að vera að hætta við þegar búið er að veita vilyrði fyrir því að ræða við okkur.


mbl.is Útifundur gegn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri að fólk skoðaði bara það sem aðrar þjóðir hafa verið að fá með sínum samningum - ekki heldur fólk (fyrir utan samspillinguna) að við séum svo sérstök að við fáum einhverja spes "díla" sem engir aðrir hafa fengið.

Guðný (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 18:07

2 Smámynd: Óskar

Guðný - sérdila sem engir aðrir hafa fengið.  Djöfuls kjaftæði eins og venjulega í þessum esb andstæðingum.  Afhverju heldur þú að nánast allar Evrópuþjóðir séu svona æstar í að ganga í ESB ?  Vegna þess að það eru bara ókostir við það ?  Eru ekkert nema masókistar í Evrópu ?  Allar þjóðir sem hafa gengið í ESB hafa hagnast á því og tekið er tillit til sérstakra aðstæðna í hverju ríki.  En auðvitað er það nú alltaf þannig að þú færð ekki allt upp í hendurnar, það gefur auga leið að til að njóta kosta ESB þá þurfum við að láta eitthvað á móti.

Óskar, 16.7.2010 kl. 18:30

3 identicon

Hafa allar þjóðir hagnast á að vera í ESB? Segðu Finnlandi það.

William (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 18:41

4 Smámynd: Einar Solheim

William - Ertu að segja að Finnar hafi ekki hagnast á að vera í ESB? Finnar eru einmitt eitt af skólabókardæmum um það að ganga í ESB til að vinna sig út úr kreppu! Ef menn hafa ekki vit á hlutunum er betra að halda bara kjafti...

Einar Solheim, 16.7.2010 kl. 19:14

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samfylkingin vill fórna öllu til að komast inn. Þetta er þráhyggja af verstu sort.

Sigurður Þórðarson, 16.7.2010 kl. 19:19

6 Smámynd: Óskar

Já william er enn einn spekingurinn úr röðum and-ESB sinna sem drullar uppá bak.  Það var nú einmitt ESB aðild sem kom Finnlandi upp úr mjög alvarlegri kreppu sem orsakaðist af falli Sovétríkjanna árið 1990.  Finnland gekk í ESB árið 1995 og þá var efnahagur landsins rjúkandi rúst

Í dag er Finnland númer 2 á lista yfir "most stable countries in the world".  -  Nei þeir hafa ábyggilega ekkert grætt á ESB.  Svona bull er náttúrulega bara hlægilegt.

Óskar, 16.7.2010 kl. 19:45

7 identicon

Vertu ekki svona erfiður Óskar. Hvenær sagðist ég vera andstæðingur ESB? Ég er fylgjandi því að sjá hvernig þessi blessaði samningur verður áður en ég hafna eða tek honum í þjóðaratkvæðigreiðslu.

Svo þarf ekki að leita lengi á www.google.com til að sjá að Finnland er engu betur sett en þeir vorou eftir kreppuna sem þeir lenntu í hérna fyrr um árið. Sem dæmi má nefna:

william (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 20:29

8 identicon

William, þetta sýnir enn meiri fáfræði þína á málefni ESB. Þótt Finnar hafi þurft að punga einhverjum pening til ESB fá þeir það margfalt til baka, í gegnum hinn frjálsa markað og gegnum ýmsa styrki.

Stefán (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 21:49

9 identicon

ef við göngum í ESB þá lækka vextir á öllum lánum til heimilanna og fyrirtækja um 228 miljarða á ári, já 228 miljarða á hverju ári. Þetta eru peningar sem ég og þú eigum og verðum að vinna hörðum höndum fyrir og láta síðan af hendi við fjármagnseigendur. Að ganga í ESB yrði þess vegna mesta kjarabót sem íslenskum almenningi mun nokkurn tíman standa til boða. Hugsið ykkur einnig allar vinnustundirnar sem almenningur þarf að leggja á sig til að borga þessa 228 miljarða á ári. Þetta er fórnarkostnaðurinn sem við borgum fyrir að vera ekki í nánara samstarfi við aðrar þjóðir, og husið ykkur einnig hve við gætum búið börnunum okkar betra líf ef ekki kæmi til þetta rán á hverju ári. Einnig má velta því fyrir sér allan þann frítíma sem fólk hefði ef það þyrfti ekki að vinna myrkran á milli til að borga þessa okurvexti.

Valsól (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 22:34

10 identicon

Ég er ekki hagfræðingur en hér er maður sem þekkir þessi mál betur en ég og ætla ég að leyfa hverjum og einum að meta hans greiningu sem þó er ávalt bökkuð upp með gögnum:

http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/830474/

og

http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/828273/

Ein mesta auðlind Íslands eru fiskurinn í sjónum og ef eitthvað er að marka þann sem hér talar: http://www.youtube.com/watch?v=AdO-3iyL-6Y

Þá er sjávarútvegur mjög mjög mikilvægur. Við inngöngu fer hann í ruslið hjá ESB.

Ég er lögmaður og hef unnið í ESB ríkjum og þekki evrópurétt mjög vel. Það er ekki hægt að fá undanþágu frá stofnsáttmálum því þeir eru rétthæsta réttarheimild ESB og allar undanþágur sem stangast á við t.d. Lissabon verða dæmdar ógildar fyrir Evrópudómstólnum sem hefur sett slík fordæmi. Til að einfalda þetta einfaldar mál þá væri þetta eins og Akureyri reyndi að fá undanþágu frá stjórnarskránni með samning. Stjórnarskráin er rétthærri en samningar. Eina leiðin til að tryggja hagsmuni Íslands er að ESB breyti sjávarútvegsstefnu sinni.

Landið (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 23:49

11 identicon

Já, hvenær verður hægt að ræða ESB án lyga ?

Kvótakóngar, eigendafélag bænda ásamt einhverjum ,,sérhagsmunahópum" verða alltaf á móti ESB aðild Íslands !

Allt venjulegt launafólk á Íslandi mun græða á því að vera innan ESB !

Þá geta ,,glæpamennirnir"  sem hér hafa riðið húsum í ár hundruðin, ekki gert venjulegu fólk enn meiri grikk en komið er !

Horfið bara á endursýningu á Loftleiða-ævintýrinu, á RUV,  og myndið ykkur  skoðun á öllu þessu liði ?

Sjáið enn þá er Eneyjarættin , þessi sama og vildi koma Loftleiðum á hausinn ?

Það er til von, skoðið ESB með þessum augum ?

JR (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 01:42

12 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Afsakið hvað ég kem seint inn í þetta en é ghitti t.d. Finna um daginn sá hiunn sami sagði mér að ESB hefði verið fagnaðarefni fyrir landið og væri bara til bóta. Hann sagði að bændur hefðu verið á móti en hljóðið í þeim hefði fljótt breyst, hjá allavega flesrum. þekki það ekki hef ekki búið þar en ég viet hvernig kjör vinir mínir í Svíþjóð, Englandi og Þýskalandi búa við - við stöndum þessu fólki flestu langt að baki. Enda hér landið stjórnað af nokkrum litlum klíkum. Talandi um sjávarútveginn á Íslandi t.d. Af hverju er aldrei horft t.d. á Samherja sem er með starfsstöðvar í ESB? Hafa þeir það svo slæmt þar? Hafa þeir ekki sýnt að vel er hægt að gera vel í sjávarútvegsstefnu ESB?

Gísli Foster Hjartarson, 17.7.2010 kl. 09:06

13 identicon

Ég veit fyrir víst að mikill meirihluti okkar furðulega upplýstu og greindu þjóðar, miðað við hversu mikið er barist hér gegn upplýsingu og vitsmunaþroska, það nýjasta er tilraun AGS til að þrýsta á ríkisstjórnina að setja heimsmeti í sköttum á bækur á þessa miklu bókmenntaþjóð, er á móti ESB. Eina ástæðan fyrir að meirihluti þessa fólks,99,9% eða svo, mættir ekki á svona útifund, er að það vilja fáir láta bendla sig við úrelt og mislukkað fyrirbæri eins og kommúnisma, en túlka mætti það að mæta þarna sem stuðning við þau öfl sem stóðu fyrir fundinum, en ekki bara sem yfirlýsingu um skoðanir manns á ESB, sem þó margir eru hræddir um að láta uppi opinberlega vegna eineltis frá ESB sinnum, og, í tilfelli opinberra starfsmanna, hættu um að hreinlega lækka í tign eða missa vinnuna, í landi sem er stjórnað af ofstækisfullum sértrúarsöfnuði um Evrópubandalagið, hvað sem það kostar, í milljörðum og mannvirðingu, og hversu lágt sem þarf að leggjast fyrir inngöngu, jafnvel þó það kosti að vega að meira en þúsund ára lýðræðishefð þessa lands, sem einnig var hvað lengst á veg komið í þróunn lýðræðis, áður en spillingaröflin fóru að grafa undan því talsvert fyrir 2008. Ég hef eytt stærstum hluta lífs míns erlendis, og þá langmest í löndum ESB, bæði sem ferðamaður, námsmaður og venjulegur innflytjandi og aldrei hitt aðdáendur Evrópusambandsins, ekki einu sinni þá sem vinna fyrir það og eru á launum hjá því, þeir hafa aðrar skoðanir prívat og persónulega en þeir láta uppi opinberlega við fólk sem þeir treysta ekki, enda hafa þeir lifibrauð sitt af því að vinna fyrir þetta bandalag sem enginn trúir á lengur. Bandalagið hefur talsvert aðra sögu og bakgrunn en hinn almenni maður heldur í fáfræði sinni, flestir eru mjög illa lesnir um tilurð og eðli þessa bandalags, og þá þarf að fara í alvöru lesefni en ekki einhverja áróðurs doðrant. Því meira sem ég kynni mér þetta bandalag, sem ég hef lesið um í áratugi, því minni trú hef ég á því, bæði tilgangi þess og framtíð þess, því að fyrr eða síðar mun það sem er byggt á sandi, en engum raunverulegum hugsjónum (þær voru fundnar upp á eftir og eru ótrúverðugar í hæsta máta ef þú kynnir þér söguna) liðast í sundur, vandamálið er að ESB tekur hvern þann heljartökum sem gengur þar inn í fávisku sinni og fyrirhyggjuleysi, og sleppir seint, og því gæti það orðið langt og strangt ferli að þjóðirnar losni við þetta bákn, og jafnvel blóðugt ef viss hættuleg öfl innan Evrópubandalagsins komast á skrið, sömu öfl og vilja gera veg hins nýja Evrópuhers sem mestan og eiga í hvað mestum umræðum við vopnaframleiðendur, og styðja pólítískan rétttrúnað hvað öflugast, undir yfirskini mannúðar, en í raun og veru til að takmarka mál- og tjáningarfrelsi þegna sinna, sem eru upphaf og endir alls frelsis. Því meira vægi sem ESB fær, því minna mun neitt land Evrópu, sem þegar er hnignandi álfa á allan hátt, þróast í nokkra þá átt sem æskilegt má teljast..

Maðurinn á bak við tjöldin. (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband