Vúhú - glæsó

Já þá getur fólk farið að trúa þessu! Vona að nú í framhaldinu hljóðni flestar úrtöluraddirnar og fólk taki gleði sína og njóti þessara bóta, allavegana að mati mín, sem þarna verða á samgöngum okkar Eyjaskeggja við meginlandið, já og öfugt. Hitti mann hérna á Akureyri í fyrradag og þegar ég sagði honum að þetta væri að bresta á núna í vikunni hrópaði hann upp glæsiegt við komum þá að heimsækja ykkur í ágúst!!! Þarna er einmitt ein fjölskylda sem lagði ekki á sig að fara með börnin í 3ja tíma siglingu með ferjunni - þó svo að vissulega geti það verið afslappandi fyrir vana.

Þessum breytingum fylgja samt ekki bara kostir. Ég er alls ekkert viss um að ég verði sáttur við svona skyndiheimsóknir sem að maður gæti orðið fyrir með þessum breytingum! Kannski er maður búinn að koma sér þægilega fyrir og hugsar ser gott að eiga góða rólega kvöldstund fyrir framan imbann, sjónvarpið ekki konuna, og þá er allt í einu barið að dyrum og eitthvað fólk komið í heimsókn!!! Þarna kemur sér vel að maður er vinafár svo að maður ætti að geta andað frekar rólega.

Til hamingju Eyjamenn, Til hamingju Sunnlendingar, Til hamingju landsmenn  allir því þetta er jú þjóðvegurinn okkar allra til og frá Eyjum


mbl.is Herjólfur í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Til hamingju með þetta allir Vestmannaeyingar og aðrir Íslendingar. Nú á maður örugglega eftir að skreppa sunnudagsrúnt til Eyja. Ég skal lofa að heimsækja þig ekki nafni.

Gísli Sigurðsson, 17.7.2010 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.