20.7.2010 | 12:20
Við hverju bjuggust menn? ...og annað
Trúi því bara ekki að menn hafi haldið að ekki þyrfti að vera stöðugt á varðbergi með dýpukun á höfninni, bara hið eðlilegasta mál.
Frábært að þetta sé að gerast og ég vona að þetta eigi eftir að reynast okkur farsæl breyting í samgöngumálum.
Aftur á móti er ég ekki alveg að skilja þetta að bjóða öllum að koma með skipinu í fyrstu ferð, með plássið leyfir. Mér skilst að það sé búið að senda út boðskort á á þriðja hundrað manns. Er þetta ekki eiginlega bara svona til að sýnast? Það eru takmörk hversu margir geta farið með, öryggisreglum hlýtur að vera fylgt, og fjöldinn að miðast við áhöfn í þessari siglingu sem og öðrum.
Stöðugt þarf að dýpka Landeyjahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stöðugt þarf að malbika Ártúnsbrekku!!! Ekki hef ég séð þá fyrirsögn neinsstaðar, bjánaleg frétt, bara eðlilegur hlutur sem allir vissu um, það þarf að dýpka flestallar hafnir landsins reglulega og endurbæta vegi. En vil óska mér og öðrum Eyjamönnum til hamingju með þessa miklu samgöngubót, við erum að tala um byltingu í samgöngumálum Eyjamanna, brottfluttra Eyjamanna sem og landsmanna allra sem vilja sækja Eyjarnar heim...
Björn Friðriksson (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 12:51
Er þá lagt auka gjald á farmiðan til eyja til að standa kostnað af dýpkun líkt og það er lagt auka gjald á bensínið til vegaframkæmda ?
David (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 12:59
Það þarf að dýpka margar hafnir á landinu með reglulegu millibili. Þetta hefur alltaf legið ljóst fyrir hvað Landeyjarhöfn varðar. lengi vel var ég þeirrar skoðunar að ekki væri hægt að byggja höfn á þessum stað vegna sandsins og hreyfingar á honum. Kostnaður vegna dýpkunar verður verulegur. Hins vegar skiptir mestu að öll örggismál séu í lagi. Fyrsta prófraunin verður komadi þjóðhátíð.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.