Ég veit ekki.....

....kannski er ég svona skrýtinn, en það verð ég að segja að mér finnst vanta í samþykkt bæjarstjórnar að þjónusta Landeyjarhafnar verði til hagsbóta bæði fyrir okkur Eyjamenn og þá er á Suðurlandsundirlendinu búa, þessa nærsveitunga okkar sem líka  "færast" nær okkur við þessa nýju höfn sem vonandi verður sú mikla samgöngubót sem að við vonumst eftir..

Gleymum ekki að þetta styttir siglinga tímann fyrir alla aðila og ég heyri af fólk sem segjist núna ætla láta verða af því að koma til Eyja. Ég geri ráð fyrir að við Eyjamenn höldum áfram að ferðast sem fyrr, bætum kannski aðeins í - hver veit - kannski gerir þessi höfn það að verkum að maður fer oftar en 3var á ári upp á meginlandið!!!

Til hamingju öllsömul


mbl.is Bæjarstjórnin fundaði um borð í Herjólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað styttist tíminn mikið að fara frá Vestmannaeyjum til höfuðborgarinnar ?

Er það eitthvað ?

Bara styttri sigling ?

Núna nennir engin að skutla fólki í ferjuna frá höfuðborginni ?

Ef einhver ætlar að fara með Herjólfi þarf sá hinn sami að ,,gera ráðstafanir" ?

Hver verður næsta krafa varðandi siglingu milli lands og eyja ?

Jú, það er allt í lagi að óska ykkur, frekjunum úr eyjum, til hamingju !

JR (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 22:45

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæll JR  Siglingin styttist og það er mikil fengur. Sjóveikin ekki eitthvað sem gaman er að glíma við. Ef að maður hefur ætlað að fara með Herjólfi í gegnum tíðina þá ehfur maður alltaf þurft að gera ráðstafanir, eins og í öllum öðrum ferðalögum. Hvort einhver nennir að skutla einhverjum úr höfuðborginni í ferjuna á eftir að koma íljós. Rútuferðir verða í boði að einhverju leyti skilst mér. Svo er líka spurning hvort menn koma upp síðu þar sem fólk getur safnað í bíla og þannig komist á leiðarenda. - sjáum hvað setur.  Næsta krafa er löngu kominn fram og það er nýtt skip til þessara siglinga og ég heyrði ekki betur en samgönguráðherra sé þegar kominn á stað með þær pælingar. Við frekjurnar erum vel sáttar þessa stundina og þökkum fyrir hamingjuóskirnar, en ekki gleyma að þetta er bót fyrir alla sem vilja ferðast til Eyja ekki bara fyrir okkur Eyjaskeggja.

Gísli Foster Hjartarson, 21.7.2010 kl. 09:24

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

JR! Getur skoðað www.eyjaskutl.is

Gísli Foster Hjartarson, 21.7.2010 kl. 09:29

4 identicon

Fór með Herjólfi í bakkafjöru á miðvikudag í fyrstu ferð og var kominn til RVK kl 10 með 15 mínútna stoppi á selfossi, þannig að ferðalagið styttist um klukkutíma og 15 mínútur hið minnsta. Svo fannst mér það allra besta að ég fór aftur heim um kvöldið og fór með ferðinni kl 18:30 og var kominn heim til mín rúmlega 19 í staðinn fyrir að sóa öllu kvöldinu í Herjólfi. Snilldin ein að geta ferðast svona þú ert ekki nema einn og hálfann klukkutíma að keyra þetta á löglegum hraða.

Hjörleifur Þórðarson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband