24.7.2010 | 11:11
Er Steingrímur einangrunarsinni?
Steingrímur er einn af fáum þingmönnum sem að ég ehf heyrt minnast á að kominn sé tími á að loka á verðtrygginguna. en ekkert gerist í því frekar en svo mörgu öðru. Menn vilja greinilega halda a´fram í sama leiknum. Þjáka þjóðin af vöxtum og vaxtavöxtum og þar fram eftir götunum.
Á ég að trúa því að ef sýnt verður fram á möguleika á betri lífskjörum fyrir almenning innan ESB að þá muni VG og Steingrímur leggjast gegn því? Trui því ekki upp á Steingrím, eða eru þeir að verða svona einangrunar og eiginhagsmunaflokkur alveg eins og ýmsir aðrir? Eiga menn hér áfram að búa við háa vexti, það sem kallað er okurvextir í öðrumlöndum, og verðtryggingu sem étur upp peningana hjá manni a meðan fólk annarsstaðar býr við lága vexti, betra vöruverð og fleira? Eigum við þá að hjakka í farinu?
Vill Steingrímur að í framtíðinni haldi menn áfram að t.d. taka húsnæðislán (bara venjulegt gamaldags verðtryggt húsnæðislán) og menn byrja á að borga 37 þús á mánuði en eftir 12 ár eru menn að borga 72 þús á mánuði - er það þetta sem hann vill? Vilja menn að í stað þess að borga í heildina af 20 milljóna króna láni borgi menn kannski 25 milljónir að þá í staðinn borga menn nálægt 175 milljónir með því að búa á Íslandi!!! Eru það svona mikil forréttindi að búa á Íslandi?
Afstaða VG til ESB óbreytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru sumir það harðir í andstöðu sinni að þeim er alveg sama um rök og annað. Þeir segja alltaf NEI.
Ef verðtryggingin verður afnumin með lögum þá kemur ekkert betra í staðinn. Þá koma bara breytilegir vextir sem hækka í takt við verðbólguna.
Sleggjan og Hvellurinn, 24.7.2010 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.