Líf og fjör í Eyjum

Það er ekki eins og það sé eitthvað nýtt að það sé líf og fjör í Eyjum en það hefur óneitanlega lifnað verulega yfir evtir að blessuð nýja höfnin var opnuð. Sagði mér mæt stúlka áðan að fólk sem hingað kæmi í dagsferðir væri duglegt að fara hér um og skoða, hef svo sem orðið var við það sjálfur, og að þetta fólk væri svo líka duglegt við að skella sér á veitingastaðina okkar áður en það legði af stað aftur yfir sundið - bara flott

Líka gaman að sjá hvað Herjólfur er orðið meira á ferðinni inn og út úr höfninni. Eina vandamálið er að nú er ég farinn að setja mig í vörn gagnvart því að eiga á hættu að fá fullt af fólk íheimsókn, ja reyndar frekar konan en ég - enda vinafár - en ég er lítið fyrir að fá fólk íheimsóknir!!!! Verður samt gaman að sjá hvort t.d. stuðningsmenn annarra liða í Pepsideildinni auka komur sínar hingað. 

En að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir til Eyja - bara gaman að sjá að fólk hefur gaman af því að kíkja hingað í heimsókn


mbl.is Stútfullt í Herjólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kreppa?

Var ekki kreppa? (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband