Góð byrjun

Það hefur svo sannarlega verið góð drift í byrjun á flutningum til Eyja um Landeyjahöfn, og þetta er nú akkúrat tíminn til að byrja. ferðamannatímabilið í hámarki og Þjóðhátíð handan við hornið. Þurfti þarna niður eftir í kringum hádegisferðina í gær og það var stöðugur straumur fólks úr skipinu og megnið af því voru erlendir ferðamenn sem að mér fannst einkar ánægjulegt, margir þeirra voru bara í dagsferð og ætluðu til baka með síðustu ferð - hefði nú alveg viljað að þeir gistu hér en það er ekki á allt kosið í þessum efnum og eitthvað skilja þeir nú smat eftir og það sem vonandi er betra og það er að vonandi skilja Eyjarnar eitthvð eftir í hugum og hjörtum þessa fólks.

Ég  hef verið efins um þessar 4 ferðir á dag yfir hávetrartímann, en tíminn mun leiða þörfina í ljós. Nýja brumið núna er all svakalegt og bara gaman svo ég segji ekki meir. Heyrði af fólki sem skellti sér hérna yfir til að kíkja í sund!!!! - Hverjum hefði dottið það í hug fyrir nokkrum árum?  Ég tek samt  heilshugar undir orð Elliða um þessa fyrstu ferð svo snemma til að ná tengingu við umhverfið upp á alla þessa þætti að gera sem hann nefnir, það er mikilvægt.


mbl.is Vestmannaeyjabær greiðir fyrir aukaferð Herjólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband