1.8.2010 | 11:51
kaffi takk ....og með því
Þetta var svo sem viðbúið eftir allt sem á undan er gengið. Líf og fjör á Eyjunni grænu. Mannhafið í brekkunni í gær var mikið en samt eru að sjálfsögðu ekki allir í brekkunni því fólk er út um allt að fást við hitt og þetta. Hlakka til að sjá hvaða mynd þessi dagur tekur á sig. Veðrið er flott og það unga fólk sem ég hitti á leið minni niður í prentsmiðju núna áðan lét vel af sér, þó svo að einn fyndi ekki skóna sína!!!! Þau höfðu skemmt sér vel hingað til og hlakkaði til að takast á við sunnudagsfjörið, þrátt fyrir að vera pínu ryðguð. Mér heyrist á veitingamönnum í bænum að framkoma alls þessa unga fólks sé til mikillar fyrir myndar og hending ef að einhver er með leiðinda og vesen - þannig á þetta líka að vera. ........en það þýðir lítið að vera að standa í svo innsláttarfjöri þegar maður á að vera á leiðinni inn í Dal að vinna, best að leggja í hann, bakpokinn er klár, góða skapið er til staðar, þrif baksviðs og innrukkun standa fyrir dyrum og svo n´r maður kannski einni tertu sneið í tjaldinu í 15.30 kaffinu.
Þið semeruð á leiðinni í Dalinn - Hlakka til að sjá ykkur hress og kát - þið hin sem ekki eruð á leiðinni ykkur hitti ég bara seinna og að sjálfsögðu líka hress og kát.
Metfjöldi gesta í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Líst vel á þig félagi...sér í lagi þetta með kaffið..bara góða skemmtun áfram..
Ægir Óskar Hallgrímsson, 1.8.2010 kl. 12:10
JJá þetta er sannarlega búið að vera gaman.Þetta unga fólk er 99% til fyrirmyndar.Vel klædd,kurteis og glöð. Alltaf eru svartir sauðir innan um og þannig er það um hverja helgi allan ársins hrin.Kíki kannski í tertusneið í dag Frændi.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.