Til vansa á góðri Þjóðhátíð

Jæja gott fólk þá er fjörið, sukkið segja sumir, í Dalnum yfirstaðið þetta árið. Miðað við hausafjölda í Herjólfsdal þá held ég að það sé ekki hægt að segja annað en að hátíðin hafi farið vel fram. Sem betur fer byrjaði ekki að rigna svona vel fyrr en seint og um síðir og ég var búin að kona mér heim áður en það brast á. Var önnum kafinn í Dalnum í gær frá hádegi og til rúmlega 1.30 í nótt og loksins hitti ég mikið af kunningjum sem voru á svæðinu. Eftir að vinnu lauk  

Ég ætla samt að byrja á þessu: Mikið langar mig að þakka öllu þessu fyrirmyndarfólki á öllum aldri, sem heimsótti Eyjarnar um helgina fyrir komuna. Framkoma þessa fólks og hátterni var til þvílíkrar fyrirmyndar að ég held að það hafi líka slegið öll met, já það voru ekki bara aðsóknarmet sem féllu. Frábært að fá svona fólk  til Eyja að skemmta sér. Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé en..........ef ég smala saman 20 félögum og við gerum okkur glaðan dag þá er nánast pottþétt að allavega 2 verða til vandræða þannig að fólk er ekki lengi að sjá að helginn fór vel fram.  Sá nefnilega líka fíknó taka eina 3 í nótt - glæsilegt að sjá að þeir voru á tánum, beint fyrir fram nefið á manni - og einn þeirra var í orðsins fyllstu beint fyrir framan nefið á mér þegar þeir klöppuðu á öxina á honum - he he

Seinni dagur í söngvakeppni barna gekk vel fyrir sig, að vanda enda þeir kappar í Dans á rósum búnir aðkoma þeirri keppni í fantagott form á liðnum árum, ef ekki áratugum - frábært framtak. Gói og Halli voru þarna reyndar á undan og voru ömurlegir - DJÓK - heyrði bara óminn af Pollapönkinu en það var nóg að heyra vælubílinn óma til að brosa út í annað.

Kvölddagskráin gekk vel og fór vel. Dans á rósum. Peyjarnir í Buff með prógramm ásamt Guðrúnu Gunnar, Röggu Gísla og Hreimi Erni. Bubbi kom svo með sitt sunnudagsframlag. Svo kom að brekkusöngnum - þeim allra allra stærsta hingað til.  - Nú verð ég að vanda mig - klukkan 22.56, 4 mínútum áður en söngurinn áti að hefjast, var ég kallaður inn til Einars hljóðmeistara og Árna og beðinn um að skjótast heim til Árna að ná í Þjóðsönginn á disk til að spila undir í loka laginu. Brekkusöngurinn átti að vera búinn að vanda klukkan 24.00 svo ég mátti engan tíma missa mikil traffík í Dalnum og ég á móti straumunum og þurfti að láta sækja mig ofan við hlið en allt gekk þetta vel fyrir sig og ég var mættur aftur vel í tíma til að þetta gengi upp. Söngurinn ómaði og menn vörpuðu textunum á skjáina við hliðina á sviðinu svo allir þeir er sáu og skjáina og ekki kunnu lögin gátu sungið með - falskir eða ekki, auka atriði. - Síðan gerðust óskiljanlegir hlutir - ja allavega fyrir mér - klukkan 23.50 og eitthvað þegar menn áttu að fara að kyrja þjóðsönginn, rétt fyrirblys,  ákveða menn bara að spila fleiri lög og taka Lífið er yndislegt.... - algjörlega taktlaus ákvörðun og gjörsamlega út úr kú. Örfáum metrum frá þeim er á sviðinu voru stóð Hreimur með sitt lið tilbúinn að taka Lífið er Yndislegt ásamt sínu landsliði en þetta lag hafa þeir flutt á milli blysa og flugeldasýningar undanfarin ár og þetta hefur á síðustu árum í raun orðið stærsta augnablik hátíðarinnar, án þess að á nokkurn sé hallað. Að mönnum skuli hafa dottið í hug að taka þetta lag þarna í lok brekkusöngs er algjör hugsanaskekkja. - Ég var baksviðs þegar þetta var og sagði að þetta væri skandall, og ekki erfitt að verja það. Þegar þetta gerðist var ég að ræða við Pál Óskar um hans innkomu strax á eftir flugeldunum og við bara frusum báðir og Palli eins og aðrir varð bara orðlaus.

formáli: Það kannski skondna við þetta er að margir hafa í gegnum síðustu ár lesið eftir mig gagnrýni á Árna í blogginu mínu og ég hef talað um að hans tími sé liðinn í þessu. En einmitt eftir að hann var mættur baksviðs fór ég að ræða við hann og segja honum að hann ætti nú orðið þetta brekkusöngs dæmi og það væri í dag tengt honum órjúfanlegum böndum. Hvar sem menn koma saman fleiri en 4 og taka lagið í dag er talað um brekkusöng, alveg sama þó sungið sé í flatlendinu í kringum Selfoss eða hvar sem er. EIns og ég sagði við Árna þetta átt og þú og þetta er þvílíkur heiður og eitthvað sem ekki margir geta státað af þ.e.a.s. að einhver svona atburður sé tengdur tilteknum aðila svona sterkum böndum. Það er ekki hægt að tala það af fólki. En það er hægt að taka stjórn brekkusöngs af fólki og því miður þá held ég að þetta hafi verið í síðasta sinn sem að þessi foringi íslensks brekkusöngs stjórnaði honum í Herjólfsdal á Þjóðhátíð.  Hver arftakinn verður veit ég ekki en Sæþór Vídó og Jarl hafa alltaf verið mér ofarlega í huga, en maður veltir líka upp nöfnum sem tengjast á Eyjum á einn eða annan hátt eins og Eyfi Kristjáns, Hreimur og Ingó veðurguð, er viss um að hann stjórnað veðrinu um helgina í Eyjum - ef hann gerði það ekki þá sá ég og heyrði hann stjórna brekkunni óaðfinnalega í 2 skitpi, var farinn heim þegar þeir sungu út í morgun, drengurinn hefur þetta.

Jæja en eftir að þessu lauk og blysin höfðu glatt fólk  - sem og Hreimur og landsliðið með sitt Lífið er yndislegt með brekkuna á flugi - og flugeldarnir lýst upp Dalinn tók meistari Páll Óskar við og shitturinn titturinn þvílíkt sýning hjá drengnum og stemmningin Guð hjálpi mér er viss um að það voru hátt í 12 þúsund manns sem hoppuðu og skoppuðu með honum allan tímann í geggjuðu prógrammi - hann gat látið fólkið gera hvað sem er og þegar hann barð fólkið að setja hendur upp í loft og brosa til sín því hann ætlaði að ná mynd - þvílík snilld, gargandi til að vera sanngjarn - 24 þús. hendur veifandi og 12 andliti brosandi (tanngarðarnir auðvitað í mismunandi formi en öllum var sama þeir voru á Þjóðhátíð og að skemmta sér.) Við hliðina á mér stóðu krakkar um fermingu og fólk um sextugt - allir voru með, ALLIR.

Svo tóku þeir Buffverjar við Pétur Jesú og félagar með félaga Hannes á bak við settið héldu áfram með fjörið og það var dansað sem enginn væri morgundagurinn við undirleik þeirra. Það vantaði heldur ekki stuðið á litla pallinum þar sem að ég heyrði þá félaga í Dans á rósum taka U2 slagarann Pride (in the name of love). Hvort þeir voru að spila það fyrir mig eða ekki hef ég ekki hugmynd um - en það var gaman að heyra það.

Svo kallaði blessaður koddinn, spurning hvar maður verður að ári. Best að skella sér inn í Dal að byrja að taka niður geri ráðið fyrir að aðrir tjaldfélagar sofi eitthvað fram eftir.

e.s. vona að lögreglan hafi klárað sig vel af í að hjálpa stelpunni sem fékk asmakastið fyrir neðan Þórsheimilið, fannst hún ekki byrja vel,  - vona að stelpan sé að braggast, þetta var ekki skemmtileg aðkoma. 


mbl.is Góðir gestir á leið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér, mér fannst eins og miðnættið væri í einhverju rugli, allt einhvern veginn slitið úr öllu samhengi. Maður er orðin vanur að allt gangi sinn gang eins og vel smurð vél og því fylgdi viss samkennd, stolt, gæsahúð og yndislegar tilfinningar sem ég finn ekki orð fyrir í augnablikinu....kannski er það bara ég en mér fannst ég að hluta til rænd þeirri upplifun í gær

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 11:53

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Nei Anna mín þú varst rænd þeirri upplifun eins og margir aðrir í gær, það heyrði ég á fólki í nótt og núna áðan. Ótrúlegt að það sem skyggir á annars frábæra Þjóðhátíð skuli hafa verið óvænt mistök/uppákoma heimamanna - því miður.

Gísli Foster Hjartarson, 2.8.2010 kl. 13:43

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já og að þetta skuli hafa gerst á stærstu Þjóðhátíðinni okkar til þessa sem hafði gengið svo vel........  Það er nefnilega eins og ég sagði í blogginu að þessi flutningur Hreims og félaga á Lífið..... er af svo rosalega mörgum hápunktur helgarinnar - punkturinn yfir i-ið en það var blásið í burtu af vissu leyti í gær - því miður

Gísli Foster Hjartarson, 2.8.2010 kl. 13:48

4 identicon

Sammála frændi.Fólki í kringum okkur haði orð á þessu og varð mjög fúlt yfir þessu fáránlega klúðri hjá Árna að syngja þetta lag rétt fyrir 12.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 15:43

5 identicon

Jég er svo aldeilis hissa. Er búið að flengja kauðana. Annað eins hneiksli er fáheyrt á fyllisamkomum á Íslandi. þar fer ætíð allt fram eftir röð og í reglu.

Vonadi lifir þú þetta af og nærð þér á strik. Við hin sem nutum stundarinnar fynnum nú að hún var þjófstolin.

Árni á eftir að syngja brekkusöng og gleðja okkur fákjánana um ókomin ár. Það verður vitanlega án ráða þeirra sem allt þykjast vita betur en aðrir og yfir alla hafnir í sinni sjálfsánægju.

Kári (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 15:49

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Kári minn ég er búinn að ná mér, Fannst þetta bara mjög miður. Sumir hlutir eru í mjög föstum skorðum á þessum hatíðum og þetta atriði er eitt af þeim. Alveg er ég viss um að Árni á eftir að syngja Brekkusöng, þó ekki verði það endilega á Þjóðhátíð. Hverjir það eru sem þú kallar fákjána veit ég ekki og ekki heldur þeir allt  þykjast vita betur en aðrir, þó ég hafi nú stundum ýmsa grunaða um slíka hugsun. Ekki er búið að flengja kauðana eftir því sem ég best veit en ég þykist vita að einhverjum var lesinn pistillinn. EN það er gott að við erum ekki sammála í þessu - aumt væri lífið ef allir dönsuðu eftir sömu línunni.

Gísli Foster Hjartarson, 2.8.2010 kl. 16:14

7 identicon

Sæll aftur og margberrassaður. Er dottin í betra skap og stútfullur af umburðarlindi. Árni mun syngja brekkusöng að ári og það á þjóðhátíð að venju. Um það munt þú ekkert hafa um að véla. Eyjapeyjar oo pæjur munu sko fá sinn Árna, með öllum hans göllum og gæðum, þó mest einlægum og lítt uppnumdum af sjálfum sér.

Það er það sem hann gerir best að vera hann sjálfur og skammast sín ekkert fyrir það, enda að vonum hann þqrf þess ekki.Það var þá en nú er nú. Það var áður að annar dánumaður sem nú er inn hjá þjóðinni var fastur gestur milli tannanna á þeim sjálfumglöðu Ómar Ragnarson, sagður útbrunninn og bestgleimdur. Um svona einelti var haft á orði þ.e.a.s áður en eineltið var fundið upp asð vesalings vesalings fólkið það á ekkert nær sér að skrattast við.

Kári (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 18:24

8 identicon

Ég býu í Reykjavík og er tíður gestur á þjóðhátíð. Ég verð að vera sammála. Það var mjög furðulegt að Árni spilaði lífið er yndislegt. Ekki vegna þess að mér finnst furðurlegt að Árni spili lagið, mun frekar að það sé skrítið að brekkan söng Lífið er yndislegt og svo þjóðsönginn og svo aftur Lífið er yndislegt.

 Annars var samt alveg gaman og engin rændi mig þessu mómenti. Hins vegar var það ekki jafn áhrifaríkt og seinast liðin ár. 

Verð þó að hrósa þeim manni sem kom með þá hugmynd að setja texta á skjánna og einnig að fá tvo vana gítarleikara til að spila með Árna. Það gerði  brekkusönginn mun skemmtilegri. Í raun alveg óskiljanlegt að þetta hafi ekki verið gert áður. 

 Annars bara takk fyrir mig !

jakob Ómarsson (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 23:38

9 identicon

Heill og sæll

Tek undir með brekkusönginn.. Dauðvorkenndi Hreimi að þurfa að taka þetta á eftir þeim. Svo fraus ég nú bara þegar Árni spyr þarna fimm yfir 12 hvort hann eigi ekki að taka fleiri lög!!!

Algjör skandall að klúðra þessu með þessum hætti... HIns vegar var vel til fundið að hafa textana á skjánum og Jarl og Sæþór gerðu brekkusönginn mun betri og vandaðri.

Bestu kveðjur

Jórunn Einars (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband