Ég er bara ég....

...og þú ert bara þú!

Bara gaman að þessu hjá borgarstjóranum. Menn verða að hafa húmor fyrir sjálfum sér. Sumir vilja kannski meina að hann sé að geara lítið í borgarstjóra embættinu. Það held ég alls ekki er hann ekki frekar að nálgast það með þessu að vera borgarstjóri allra Reykvíkinga en með nýjum aðferðum? Kannski eigum við eftir að sjá hann mæta til leiks sem eldri borgara, sem fatlaður einstaklingur hver veit. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum fór úr að ofan, eins og aðrir,  í einhverju tjaldpartýinu í Dalnum um helgina til að skemmta þar sem hann var að skemmta sér með sínu fólki - bara hið besta mál og ekkert út á það að setja. - Þó svo að manni finnist stundum, og fólki láti stundum, eins og það sé eitthvað merkilegra en við hin þá er það bara alls ekki svo. Þetta embættisfólk er alveg sömu kjánarnir og við hin.

 


mbl.is Uppátæki borgarstjórans vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Kunningi minn bað mig um að skrifa eftirfarandi vísu hérna og geri ég það fyrir hann þótt mér sé það þvert um geð enda er vísan bæði illa ort og efnið út í hött.

Borgarstjóri við væl og víl
verður að glíma
og veður um í vetnisbíl
í villu og svíma.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 6.8.2010 kl. 18:19

2 identicon

Jú víst er gaman að honum Jóni oft á tíðum og vonandi ekki verri en fyrri stjórnendur. Vonandi man hann bara hverjir þurfa að borga fyrir grínið ef illa fer. Kemur í ljós eftir 4 ár. :-) Menn mega ekki endalaust flýja raunveruleikann.

Sveinn (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:41

3 identicon

Hárrétt hjá þér Gísli. Menn mega alveg koma fram eins og tilefni býður til. Þegar Gunni og Felix mættu á barnaskemmtanir forðum, voru þeir barnalegir af því að það átti við. Þegar Gnarr setti hinseginhátíðina átti það mjög vel við að klæðast kjól.

núll (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband