Spennandi færsla

Það gæti nú verið spennandi að fara og taka þátt í stríðinu hjá Rangers. Þetta er nú samt alltaf hálfgerð 2ja liða deild þarna í Skotlandi, lítið spennandi þannig séð en þetta gæti verið tækifæri til að vera fastamaður í liðinu sem að maður er hjá en það hefur Eiður ekki verið í nokkur ár.

Svolítið sérstakt þarna í pistlinum þar sem segir:

.........yrði áfram hjá Tottenham en hann virðist ekki vera í framtíðaráætlunum knattspyrnustjórans Harry Redknapp. Eiður hefur einnig verið sterklega orðaður við Fulham en þetta eru fyrstu fréttir sem berast af áhuga

Ætli Harry hefði ekki verið fyrir löngu búinn að gera gott kauptilboð í Eið Smára ef að hann hefði haft hann í huga sem part af framtíðarpælingunum? Er ansi hræddur um að, Harry er ekki eitthvert fífl. Eiður var nú svo sem heldur ekki fastamaður í liðinu hjá Spurs í fyrra.  Þetta með Fulham finnst mér líka forvitnilegt, það verður gaman að sjá hvað hinn nýi stjóri þar, Mark Hughes, gerir í leikmannamálum.


mbl.is Skotlandsmeistararnir sagðir vilja fá Eið Smára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður fyrir íslenska karlalandsliðið er Eiður kominn á seinni hluta feils síns, hundlatur og metnaðarlaus.

Bjggi Halldórs (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 14:13

2 identicon

Strákurinn kemur bara aftur í Val það væri nú bara gaman fyrir okkur er það ekki?

Grétar (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband