Reykingar á fleygiferð!

Það er nú þannig að það er orðið svo sjaldgæft að sjá fólk reykja um leið og það keyrir að maður verður bara hissa á að sjá slíkt. Var einmitt á Akureyri um daginn og sá þá allt í einu tvær konur reykja í bíl sem var á ferðinni - ég varð bara alveg kjaftstopp og fór að rifja upp með mér hvenær ég sá slíkt síðat....er ekki enn kominn að niðurstöðu hvenær það var. En það er nefnilega ekki svo langt síðan það var svo að það að fara upp í bíl varð til þess að sumir kveiktu sér í einni, já ef ekki tveimur. Skondið að í dag finnst manni þetta eiginlega alveg út úr kú.

Hver man ekki eftir því þegar það mátti aðeins reykja aftast í flugvélum!! Eða bara öðru megin aftast! Í dag finnst manni þetta alveg fáránlegt og sama gildir um reykingar á veitingastöðum og viðborð þar sem fólk situr að snæðingi - skrýtið hvað heimurinn breytist á ekki mikið lengri tíma. En mér persónulega finnst þetta jákvæð breyting hvað svo sem öðrum finnst.


mbl.is Reykingar með börn í bíl er „ofbeldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafþór Baldvinsson

Sæll Gísli. Ég er trúlega þó nokkuð eldri en þú og man þá tíma þegar reykingar þóttu sjálfsagðar alls staðar nema í bíó. Þó voru öskubakkar á göngum kvikmyndahúsa sem gestir gátu notað í hléi. Kannski eru þeir sem eru eldri en ég sem muna e.t.v. eftir því hvort hafi verið reykt í bíó í þeirra ungdæmi.

Mér hefur enn ekki tekist að losna við reykingar og viðurkenni fúslega að mér fannst það eiginlega ofbeldi þegar byrjað var að banna reykingar hér og þar. Taldi mig bæði þurfa og eiga rétt á að geta reykt hvar sem er. En smám saman áttaði ég mig á því að á sumum stöðum var ekki reykt t.d. í kirkjum. Mér fannst agalegt þegar reykingar voru bannaðar í flugvélum. Núna finn ég ekki fyrir því þó ég fari í flugvél, kirkju eða á mannamót og er ekki haldinn þessari þörf þar.

Ég ólst upp við reykingar. Báðir foreldrar reyktu og flest allir í kringum okkur. Það þótti varla neinn maður með mönnum nema hann reykti.

Og þetta dæmi sem þú nefnir er dæmigert fyrir þá tíma sem ég ólst upp við.

Hafþór Baldvinsson, 8.8.2010 kl. 12:07

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Takk fyrir innlitið Hafþór. Já það er svolítið gaman að sjá að þar sem þótti sjálfsagt að reykja í den þykir ekki eins sjálfsagt í dag. Það er líka gaman að sjá hvernig þeir sem þó enn reykja beygja sig undir nýju reglurnar. Hversu oft sér maður ekki í dag að fólk reykir aðeins úti á stétt fyrir framan heimili sitt? það er svolítið sérstakt en staðreynd engu að síður.

Gísli Foster Hjartarson, 8.8.2010 kl. 12:45

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég kannast við allt þetta sem Hafþór segir. Þertta er eiginlega alveg hroðalegt með reykingar. Það mætti banna þetta fyrir mér allsstaðar...

Óskar Arnórsson, 8.8.2010 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.