Tímamóta færsla

Jæja þá eru tímamót í blogginu hjá mér. Að lágmarki færsla á dag í 2 ár samfleytt, bara nokkuð vel af sér vikið verð ég að segja. Ekki það að þeta sé allt eitthvað rosalega merkilegt sem að maður er að setja hérna inn, enda þetta nú aðallega til gamans gert.

Hef haft gaman að því  síðustu misseri að hitta fólk sem rambar stundum hér inn og les bloggið. Jafnvel fólk sem að maður þekkir nánast ekki neitt, já og bara ekki neitt, hefur sagst lesa bloggið endrum og eins og hafa gaman af, eða finnast þetta algjör vitleysa! En það verður nú hver og einn að fá að hafa sína skoðun það er það sem að gefur lífinu gildi. Hafði gaman af því fyrstu 5-6 vikurnar af árinu þegar maður var í toppsætinu og þar í kring dag eftir dag, en skondið að síðan allt í einu varð maður andlaus. Kannski sem betur fer fyrir lesendur.

Takk fyrir að líta við, án ykkar væri þetta litlaust

Bestu kveðjur og Góða helgi

Gísli Foster Hjartarson

e.s. Er samt ekki á því að hætta alveg strax að blogga Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Nei bið þig nú um að ekki fara hætta að blogga:)

Þó maður nær ekki að lesa allt,kommenta eða sammála sumu:)

Bara gaman af þér...eins hvað sumir eru viðskotaillir stundum út í þig með sumum góðum skotum:)

Eigðu sömuleiðis góða helgi.

Á að skella sér á fastalandið til að kíkja á komandi leik.

Bestu kveðjur..

Halldór Jóhannsson, 13.8.2010 kl. 18:10

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þakka þér Halldór!!!

Reikna ekki með því að kíkja á leikinn var einmitt með Heimi þjálfara áðan að horfa á fjórða flokk ÍBV vinna KR 8-3 (í A-liðunum) og þar sagði ég honum að ég þyrði ekki að breyta. Horfði ekki á útileiki í sjónvarpinu og spáði okkur alltaf tapi!!! Veit ekki hvort ég á að þora að storka þessu með því að fara að sjá Blikaleikinn en kannski sé ég til hvað gerist þar og skelli mér á leik seinna. T.d. í Keflavík í síðasta leik - hver veit

Gísli Foster Hjartarson, 13.8.2010 kl. 18:28

3 identicon

Auðvitað bloggarðu áfram frændi minn. Flottur leikur hjá 4fl ÍBV áðan.Eins og englar eins og foreldrarnir

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 18:42

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Ragna

Kom nú reyndar þegar nokkuð var liðið á fyrri hálfleik. Átti frændur í báðum liðum og komeiginlega til að sjá frænd, nr. 7 í KR, etja kappi við mína menn. Þetta var flott hjá þeimog minn frændi á Smáragötunni skoraði meira að segja gott mark - knúsaðu hann frá mér.

Gísli Foster Hjartarson, 13.8.2010 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.