N 1 helvítis grínið er það ekki

Ég veit vel að þjóðfélagið er í tómu tjóni og ríkiskassann er búið að þurrausa af fábjánum. Endilega komið með fleiri skatta og álögur á fyrirtæki og einstaklinga. Þetta er orðið þannig í prentsmiðjunni að maður opnar ekki umslag nema að það sé búið að hækka einhverjar álögur á hitt og þetta. Þetta gjald og hitt gjaldið, og það er ekki bara frá ríkinu það er það sama frá bæjarfélaginu vel stæða.  Ég fer ekki ofan af því að þetta batterí ríki og sveitarfélög er orðið of stórt og dýrt í rekstri að það mun ganga að mörgum fyrirtækjum dauðum með þessum auknu álögum endalaust. - Hvernig ætla menn að ná í þessar auknu tekjur ef allt dettur niður dautt í kringum þá? Þá staðan sé slæm þá er þetta farið að hljóma eins og starfsfólið sé of margt á þessum spenum og það sé sífellt að leita leiða til þess að tryggja að það geti tekið sínar launahækkanir út og vel það. Hvernig var fréttin? Yfirmenn á almennum markaði hafa lækkað í launum um 5%, almennir verkamenn hækkað um tæp 3% en starfsmenn ríkis og bæja um 8%!!!!!! Er ekki eitthvað að þarna?

Held að það sé alveg kominn tími á að láta einhverja þjóð taka okkur í fóstur og koma undir okkur fótunum, því ekki virðumst við geta það sjálf nú frekar en áður í sögu lýðveldisins.


mbl.is Ætla að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er á hreinu að með Þessa Ríkisstjórn innanborðs gerist ekkert annað...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.8.2010 kl. 09:01

2 identicon

Heya Norge !

Kom redde oss !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 09:04

3 identicon

Og laun baejarstjorans okkar voru haekkud um 30% um daginn.

Sigurdur E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 09:05

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Siggi - ég er að taka saman hér pistill yfir laun bæjarstarfsmanna yfirhöfuð, er nú ekki vanur að velta mér upp úr þessu en eftir að hafa verið stoppaður og beðinn um að skoða þetta af fleiri en einum og fleiri en tveimur þá ætla ég að skoða þetta. Mátt gjarna senda mér póst ef að þú ert með eitthvað.

Ingibjörg ég vona nú að svo verði ekki auðvitað eru skattar nauðsynlegir, það vitum við bæði, til að halda ákveðinni þjónustu í gangi. En ég er hræddur um að ríkis og bæjarbáknið séð orðið alltof stórt, til að við ráðum við það. þar þarf að skera fastar niður t.d..

Já já Birgir Heya Norge! eða Forza EU! eða hvað sem þú villt ég er með þér....

Gísli Foster Hjartarson, 14.8.2010 kl. 12:11

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ESB er eina lausnin fyrir íslendinga almennt..

Óskar Þorkelsson, 14.8.2010 kl. 14:26

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

eða noregur :)

http://www.aftenposten.no/okonomi/article3768519.ece

lægstu skattar á norðurlöndum

Óskar Þorkelsson, 14.8.2010 kl. 14:29

7 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Gísli skera niður hjá ríkinu eða réttara sagt leiðrétta opinbera báknið í samræmi við íbúafjölda og aðstæður á Íslandi. Og eitt sem fólk þarf að átta sig á sem segir signt og heilagt að ríkinu beri SKILDA TIL að gera hitt og þetta þarf að breytast,ef við hugsum vel um þá sem eru sjúkir getum við verið sátt og restin af hjörðinni getur bjargað sér sjálf með lækkuðum álögum.

Magnús Gunnarsson, 14.8.2010 kl. 16:10

8 identicon

ESB bjargar okkur ekki frá neinu varðandi skattabrjálæði...

Óskar (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 18:09

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ESB mundi bjarga sauðsvörtum almúganum frá gerspilltum glæpamönnum sjallana sem hafa komið sér vel fyrir í embættismannakerfi landsins ;)  

Óskar Þorkelsson, 14.8.2010 kl. 18:53

10 identicon

Davíðtímabilið var eitt allsherjar fyllerí. Þjóðin er nú að vakna upp með hausverkinn. Líka þeir sem engan þátt tóku í gleðinni; var ekki einu sinni boðið í partíið. Fj.... skítt!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband