Það er óþolandi...

...hvað skipstjórinn er myndarlegur. Ef Mogginn vill auka söluna þá hafa menn myndir af Gulla skipstjóra á forsíðu. Er nokkuð viss um að mikið af fólkinu sem fer með skipinu fer bara til þess að berja skipstjórann augum og heldur svo til baka með næstu eða þarnæstu ferð (gildir einu frá hvorri höfninni menn leggja af stað)

Vorum að hlægja að því hérna í prentsmiðjunni í morgun að við vitum ekki um neinn annan en mig sem ekki hefur farið með skipinu í Land-Eyjahöfn og skipið á sennilega eftir að flytja einhverja 100 þúsund farþega í viðbót, ja allavega 40 þúsund,  áður en ég hugsa mér til hreyfings af eyjunni!!!!


mbl.is 50 þúsundasti farþeginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Heyrðu ég er í sama hópi og þú, hef aldrei farið með skipinu þarna uppeftir.

það reyndar breytist í mínu tilviki á föstudag.

en ég hefði nú reiknað alveg eins með því að þú hefðir farið með því áðan og kæmir til baka í kvöld.

Árni Sigurður Pétursson, 16.8.2010 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband