17.8.2010 | 15:25
Heita helvíti....
Æi ég veit ekki, en ég hefði viljað sjá hann fara í sennilega öll önnur lið en Real Madrid og Barcelóna!! Er orðinn svolítið þreyttur á þessum útblæstri sem er í gangi þarna suður frá.
Frábær lið, ég veit það, og þess vegna hefði ég viljað sjá þennan frábæra leikmann ganga til liðs við eitthvert lið sem er ekki alveg jafnfrábært og hjálpa því að stíga næsta skref upp á við!!!!!
...en gárungarnir myndu kannski segja að hann sé að ganga til liðs við svoleiðis lið vegna þess að Real Madrid vann enga dollu á síðasta tímabili!!!!
![]() |
Özil gengur til liðs við Real Madrid |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað á Real Madrid að gera við alla þessa miðjumenn?
Arnar (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 15:56
Kannski verður útsala í janúar?
Manni finnst þetta svona stundum eins og einhver leikur um að safna bara sem flestum spilurum, bara svo að þeir fari ekki í eitthvað annað lið!!!!!
Gísli Foster Hjartarson, 17.8.2010 kl. 16:24
Kannski hann verði lánaður áfram til Liverpool til að hjálpa þeim að verða um miðja deild?
Sæmundur (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 16:47
Góður Sæmundur góður - það skyldi þóaldrei verða það sem gerist!!!
Gísli Foster Hjartarson, 17.8.2010 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.