Það er allt hægt....

...ef viljinn er fyrir hendi. Ótrúlegt að piltar sem eru atvinnumenn í tuðrusparki skulu ekki vera búnir að læra að haga sér og gera sér grein fyrir því að svona tuð í dómara skilar engu. Ætli hann fá svo ekki í kjölfarið góða sekt frá félaginu, þ.e.e.s. ef þetta er allt eðlilegt.  Ekki hægt að segja að hann hafi borið hag félagsins fyrir brjósti með svona framkomu.
mbl.is Ari settur í skammarkrókinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallfríður Vigfúsdóttir

Sæll

Ég er algjörlega sammála þér í því að þeir eiga að láta dómarana vera og þurfa að læra að halda sér saman.  Dómarar eru samt ekki heilagir. Mér skilst að þessi tiltekni dómari sé ansi hörundsár þar sem að eina sem Ari sagði við hann var að hann hafði átt dapran dag. Síðan sendir hann inn skýrslu að Ari hafi sagt og hagað sér allt öðruvísi en hann gerði sem er náttúrulega algerlega óafsakanlegt að mínu mati. Að dómari skuli voga sér að taka sér það vald að ljúga uppá leikmann (það er vitni að þessum orðaskiptum) og hann fái óverðskuldað leikbann fyrir, en hann hefði kannski fengið gult í leik. Hver veit hvort að þessi tiltekni dómari haldi með einhverju af þeim liðum sem eru að berjast við Gif um sæti í úrvaldsdeild og það henti honum að taka einn af betri leikmönnum liðsins úr umferð. Það er allt til í þessu eins og öðru. Eins og þú getur lesið er ég hlutlæg í þessu máli en ég þekki líka til málavöxtu. Það er svo erfitt að horfa uppá drenginn rakkaðan niður fyrir eitthvað sem hefði átt að vera tiltölulega saklaust en samt betur ósagt.  Mistök eru til að læra af þeim, vonandi lærir hann 

Hallfríður Vigfúsdóttir, 20.8.2010 kl. 11:35

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ekki kannski svo hlutdræg  en takk fyrir þessar upplýsingar gaman að fá svona "inside" upplýsingar. Ég vissi svo sem ekkert hvað Ari sagði - dagsfars prúður eftir því sem að mér er sagt - en dómarar eru kynlegir kvistir og þá á alltaf að láta í friði. Ekki einu sinni víst að hann hefði fengið gult fyrir að segja eitthvað við hann í hita leiksins en dómarinn þeim mun pirraðri að einhver leikmaður sendi honum sneið að leik loknum. Ég vona bara að peyjinn læri af þessu eins og þú segir og haldi áfram að spila vel, þá verður þetta allt gleymt innan skamms. Bestu kveðjur til þín Hallfríður

Gísli Foster Hjartarson, 21.8.2010 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.