Vænsti piltur en....

....mér finnst svolítið sérstakt að hann er á móti þessu öllu og telur okkur betur borgið utan ESB. þetta virðist vera hans eina hjartans mál. Ekki get ég séð að hann sé á fullu að reyna að bæta lífskjör þeirra er hér búa? Ekki heyri ég hann minnast á niðurfellingu verðtryggingar, lækkunar vaxta, lækkunnar á matarkörfunni, tryggja eign þjóðarinnar á auðlindum sínum svo ekki verði nokkur vafi á og svo framvegis. Ég var nú að vonast til þess að þetta viðræðuferli við ESB myndi nú kannski kveikja á perunni hjá mörgum þingmönnum um það hve staða þjóðarinnar samanborið við aðrar þjóðir er í raun og veru slæm.  Hér þarf að bæta grunninn til að missa ekki allt unga fólkið úr landi og halda landinu í byggð. Menn emega alveg vera á móti ESB mín vegna, já eða með en hvernig ætlar þetta blessaða fólk að bæta kjörin í landinu? ...ekki bara hjá sínum nánustu?
mbl.is Ný staða í ESB-málinu með „aðlögun“ í stað umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það tekst að koma okkur inn ESB eru okkur allar bjargir bannaðar þar eftir.

Skýtur það ekki skökku við að forgangsmál Samfylkingarinnar sé að koma ESB málinu í gegn. Það gengur ekkert annað mál né rekur hjá ríkisstjórninni.

Það er vissara að benda á að Ásmundur er ekki í ríkisstjórn, en Samfylkingin er í ríkisstjórn.

Ásmundur er að berjast gegn því að ríkisstjórnin sé að eyða púðri í ESB sem enginn vill.

Þannig að þegar þú bendir einum fingri á Ásmund benda fjórir til baka.

Við þurfum ekki að sólunda milljörðum í ESB aðlögun því við viljum ekki þangað inn. Andstaðan vex dag frá degi eftir því sem sannleikurinn seytlar inn hjá fólki. Samfylkingin laug að fólki. Þú getur ekki kallað þetta ferli "viðræður", þetta er einhliða krafa ESB um að við aðlögum hér allt stjórnkerfið... það eru ekki viðræður..það er aðlögun. Aðlögunartími að reglum og lögum sambandsins eru ekki viðræður... það er aðlögun. Það sjá allir að það verður enginn vilji hjá ESB né samfylkingunni að fylgja einhverri þjóðaratkvæðagreiðslu sama hvernig hún fer.

Samfylkingin reynir að stjórna með lygum og blekkingum.

Vinstri Grænir reyna að stjórna til þess eins að stjórna.

Meðan mega fólk og fyrirtæki svelta.

Njáll (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 12:06

2 identicon

...ehh málsgrein no 2 hjá mér að ofan er eitthvað rugl, hef farið fram úr sjálfum mér í geðshræringu og tilfinningahita.

Njáll (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 12:09

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Skrýtið Njáll. Mér finnst einmitt fólki fjölga mikð sem vill að menn skoði ESB betur og sjá hvort það er flötur til framtíðar. Skondið eins og hér í Eyjum hvað mikið af því fólki er ekki gasprandi á torgum þó að það vilji skoða þetta.

Hér talar fólk um lánakjör og ég hef bennt á að þegar ég keypti mér hús fyrir 12 árum þa´borgaði ég 37 þús á mánuði í dag borga ég 71 þús er þetta eðlilegt? Vinur minn í Englandi keypti hús á svipuðum tíma hann er en að borga sömu töluna og þegar hann byrjaði og gengur vel en hér.....  þetta er einn af hlutunum sem við búum ekki við en fólk vill fara að sjá. Verða viðræður við ESB til þess að laga þetta? Hver veit - ef að það á að kosta allar þessar extra milljónir að vera íslendingur og þá ætti nú að fylgja því meiri gæði að búa hér ekki satt? 

Hér hefur allt verið í tómri vitleysu svo árum skiptir Njáll þetta er ekkert nýtt sem er í gangi hér voru menn á innistæðulausu og eftirlitslausu peningafylleríí nokkur ár. Hér var allt svo pottþétt að það hálfa var nóg, en hvað kom í ljós? SKýjaborgir og eins og þaðværi ekki nóg þá voru þessar skýjaborgir fullar af lygum.

Gísli Foster Hjartarson, 20.8.2010 kl. 12:29

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Gísli heldur þú að við getum ekki lagað þetta hjá okkur öðruvísi en að ganga inn í ESB og láta þá laga allt meiddi

Sigurður Haraldsson, 20.8.2010 kl. 12:38

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég veit ekki hvort þetta lagast er ekki allt búið að vera við það sama hér áratugum saman?

Gísli Foster Hjartarson, 20.8.2010 kl. 13:38

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það hefur nú gengið á ýmsu sl áratugi. Verst var þó að upplifa að við gætum ekki sjálf byggt upp hagkerfi sem stæðist álag utan sem innanfrá. Síðustu 10 árin "fyrir hrun" lofuðu góðu fannst okkur.

Ástæðan að hægt var að kynda undir var EES samningurinn en hann var ekki ástæðan fyrir óförunum því þær bjuggum við til sjálf með sofandahætti og sjálfumgleði.

ESB gefur okkur einungis færi á að byggja upp það sem við höfðum hægt og rólega en utan ESB verður það ekki hægt að mínu mati. Það sem þá tekur við er íhugandi en það verður ekki "fullveldi" "sjálfbærni" eða "sjálfstæði". Það verður samt hægt að lifa við þær aðstæður. Maður verður bara að þola skerðinguna á lífskjörum og framtíðarmöguleikum. "venjulegur íslendingur" verður fljótur að aðlagst slíku og elska fábreytnina og FLokksræðið sem mun fylgja þar sem vinir hygla vinum og frændur standa með frændum. Bísniss as usual.

Gísli Ingvarsson, 20.8.2010 kl. 14:34

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Tek undir með þér nafni, við vorum sjálfum okkur verst, en margir benda á aðra og vilja halda því merki á lofti - hér var ekkert að að þeirra sögn allt slæmt kemur að utan!!!!   ....og já það stefnir í bisniss as usual.

Gísli Foster Hjartarson, 20.8.2010 kl. 15:37

8 identicon

Það eru hrapaleg mistök að trúa því að innan ESB séu ekki hörð átök hagsmunaaðila og þar sé ekki spilling.  Íslendingar væru þar sem dvergar í landi risa, troðnir undir í fyrstu átökum.  Fjarstýring af erlendu fólki sem engin tengsl hefur við íslendinga, fyrirtæki þeirra né hagsmuni tel ég vera algerlega fráleitan kost í þeirri stöðu sem við erum í.

Þó fólk sé ekki sátt við hvað gerðist hér síðastliðin ár er það engin forsenda fyrir því að afsala öllu til yfirvalds í Brüssel.  Við skuldum börnunum okkar fleiri tækifæri og framtíð en svo og við skuldum foreldrum okkar og foreldrum þeirra meiri virðingu fyrir þeirra baráttu en að kasta öllu frá vegna handfylli glæpamanna og kærulausra stjórmálamanna og afglapa embættismanna.

Gísli Ingvars, EES samningurinn átti VÍST þátt í því hvernig fór.  Með honum fylgdi fjórfrelsið sem knúði okkur til að opna fyrir svona útrás. 

Andlit ESB sýnir sig nú þegar á að þröngva okkur til að draga skip okkar frá makrílveiðum, s.s. afneita sjálfsögðum réttindum okkar sem þjóð því að aðrar þjóðir eiga "ríkari hagsmuni" skv. ESB. 

Ég vona að þú getir áttað þig á því hvar við værum stödd ef við hefðum ekki vel rekinn sjávarútveg og fólk sem berst fyrir hagsmunum okkar þar.  Það mun hverfa með ESB.

Varðandi lánskjör, GFH, þá geturðu ekki borið þetta svona blákalt saman.  Hvernig hefur launavísitala og kaupmáttur þróast á sama tímabili hér og þar. 
Hversvegna hefur fólk það betra hér á Íslandi en í Bretlandi?  Hversvegna deyr gamalt fólk þar úr kulda? Af hverju er heilbrigðiskerfið þeirra rústir einar?

Ég hef engan áhuga á að skipta um sess við Breta varðandi lífskjör.  Ég hef sömuleiðis engan áhuga á að flytja efnahag Íslands úr landi með hjálp ESB.  Þú borgar ekki mikið af lánum þegar möguleikar á tekjuöflun hafa verið teknir frá þér.

Njáll (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 16:29

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ásmundur er að sjálfsögðu ekki að hugsa um hag landsmanna. Hann er að hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Hann er í einhverjum innflutningi og landbúnaðar bissness og er skíthræddur um að það verður minna að gera hjá honum við ESB inngöngu.

Þetta er maður með hugsjónir!!!....   NOT

Ásmundur er þjóðinni til skammar.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2010 kl. 16:57

10 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Vænstu drengir ruglast líka í ríminu og halda að allt sem kemur frá ESB hljóti að vera slæmt.

Eyjólfur Sturlaugsson, 21.8.2010 kl. 00:01

11 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Stærsti hluti hrunsins Njáll er á okkar eigin ábyrgð það er ekkert flóknara en það - hamslaus þjóð á hlaupum, með misvitra eftirlitsmenn við útidyrnar því miður.

Af hverju tekurðu bara Bretland sem dæmi Njáll? Hvað með Svíþjóð, Danmörku, Þýskaland t.d. Það er endalaust hægt að draga þetta svona saman. Er kaupmátturinn. Enda var ég ekki að bera þetta blákalt saman frekar en þú þetta eru dæmi. Lönd eru eins misjöfn og þau eru mörg. Í mörgum löndum hefur meðaljóninn það mun betra en hér á landi. EN það sem ég t.d. vonast til þess með þessum aðildarviðræðum er að augu ráðamanna hér opnist fyrir því sem bæta þarf til að draga okkur nær þeim kjörum sem tíðkast víða.

Talandi um spillingu hún er víða, hér sem annarsstaðar. Finni sem að ég hitti um daginn sagði mér að einn stóri kosturinn að margra mati, og reyndar heyrði ég þetta haft eftir einhverjum frá einhverju smáríkinu líka, að einn af kostum inngöngunnar í ESB var sá að spillingin minnkaði, hvort það var einhver stigsbreyting veit ég ekki.

Það er ekkert land eða samband fullkomið, ekki einu sinni Ísland!!!. EN ég er þeirrar skoðunnar að á þessari stundu séum við nær því sem verst gerist í hinum vestræna heimi heldur en því sem best gerist.  Heyrði af miklum andstæðingi ESB sem var að koma úr ferð um Ítalíu og Austurríki og það sem kom honum mest á óvart var hversu gott flestir virtust hafa það þvert á það sem hann hafði haldið.  Já og allt eru þetta sjálfstæðar þjóðir.

Gísli Foster Hjartarson, 21.8.2010 kl. 00:24

12 identicon

Ég er sammála þér með ábyrgðina á hruninu, hún er vissulega mest megnis okkar íslendinga. Stjórnmálastéttin og embættismenn höfðu í hendi sér að koma böndum á ruglið.

Jaðarríkin eiga fátt sameiginlegt með kjarnaríkjunum. Með ESB og evru værum við að fórna miklu meiri hagsmunum fyrir miklu minni.

Það nægir að bera saman miðjarðarhafslöndin við Þýskaland og austurríki. Miðjarðarhafslöndin eru í slæmum málum en þýskaland í góðum málum.... er það að meðaltali gott?

varðandi dæmi um svíþjóð og þýskaland vil ég benda á þessa umræðu: http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1086983/

Njáll (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband