Úlfaldar og mýflugur

Þetta er orðið svona eins og ég veit eiginlega ekki hvað. Ef einhver ropar og það í átt að meginlandi Evrópu þá er það komið á mbl.is. Menn eru alltaf að gera allt svona gruggugt og það er hver stormurinn á fætur öðrum í þessum litla tebolla sem drukkið er úr.

Hvenær ætla menn með umræðuna úr sjónum og í að fjalla um lánakjör, matarkörfuna og kostnað hennar út frá launum fólk og alla hina þættina. Þetta ferli snýst ekki bara um einn hlut.  Ég á bara svo bágt með að trúa því að ungt fólk hafi ekki sest niður og borið saman t.d. hvaða kostnaður fylgir því að koma sér þaki yfir höfuðið á Íslandi og svo annarsstaðar í Evrópubara sem dæmi, og þá með öllum áföllnum kostnaði. Var fólk t.d. bara sátt við þá miklu kjaraskerðingu sem varð hér í hruninu? Hvað var krónan og hvað er hún nú? Er þetta gjaldmiðillinn sem er bestur? Af hverju horfir maður á t.d. VSV og Ísfélag Vestmannaeyja gera upp í erlendum gjaldmiðlum? Hvaða með lánakjör til almennings og fyrirtækja og tækifæri þeirra til samkeppni á þeim kjörum sme hér eru í boði - talið við fólk t.d. í hugbúnaðargeiranum sem er í dag stærri iðnaður en sjávarútvegurinn!!!

Það er kostir og gallar í þessu sem og öllu öðru.


mbl.is Vilja endurskoða stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll við eigum að geta tekið upp annan gjaldmiðil án samstarfs við ESB.

Sigurður Haraldsson, 26.8.2010 kl. 08:44

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

EN af hverju gerist aldrei neitt Sigurður? Af hverju hjökkum við alltaf í sama farinu? Ég er nú að vona að þessar viðræður við ESB verði til þess að íslenskir stjórnmálasnillingar taki hausinn úr sandinum og sjá okkur kjósendur og fari að vinna af meiri einlægni fyrir heildina en ekki vini og vandamenn.......en sennilega er það borin von.

Gísli Foster Hjartarson, 26.8.2010 kl. 09:06

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sum ríki í ESB hafa ekki tekið upp evru. ESB er ekki jafnt og evran. Ísland uppfyllir ekki einu sinni skilyrði fyrir upptöku evru og mun aldrei gera á meðan stjórnvöld eyða miklu meira en þau fá í skatta.

Evru-umræðan og ESB-umræðan eru ekki ein og sama umræðan nema menn vilji bara evru en hvorki aðra gjaldmiðla né t.d. íslenska krónu á gullfæti (sem yrði þá stöðugasti gjaldmiðill í heimi).

Geir Ágústsson, 26.8.2010 kl. 12:53

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

menn skauta fimlega framhjá innihaldi greinarinnar hjá Gísla.. hvað kostar að fá sér þak yfir höfuðið á íslandi og hvað kostar það í þeim löndum ESB sem við viljum miða okkur við.. td svíþjóð finlannd og danmörk.

Ég fullyrði að það er amk 3 sinnum meira sem íslendingurinn borgar en frændur vorir í austurvegi. 

Óskar Þorkelsson, 26.8.2010 kl. 14:37

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já takk Óskar. Skondið að hér á landi má alls ekki ræða þessi mál út frá kostnaði svo sem varðandi húsnæði og matarkörfuna t.d. Menn koma reyndar reglulega fram og segja að matarkarfan í Noregi sé jafnvel dýrari en hér, samt bera menn þetta ekki saman við hversu mörg % af mánaðarlaunum matarkarfan kostar hér og þar. Persónulega finnst mér menn vera orðnir fastir í þeim hjólförum að hér á landi sé allt það besta sem fyrirfinnst í heiminum!!!!

Gísli Foster Hjartarson, 26.8.2010 kl. 14:50

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég get sett upp einfalt reikningsdæmi frá noregi..

laun 30.000

skattur 8500

leiga eða afborgun af íb 9000

matur 4 - 6000 ( bjór innifalinn)

ferðakostnaður lest eða strætó 1000 kr ( bíll dýrari)

hiti rafmagn 500 kr

sparnaður 3000 kall.. 

dæmi fyrir einstakling í Oslo

Óskar Þorkelsson, 26.8.2010 kl. 15:23

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Takk fyrir þetta Óskar set þetta í bókina hjá mér.

Gísli Foster Hjartarson, 26.8.2010 kl. 16:25

8 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Bara svo menn átti sig á því að Noregur er ekki í ESB og ekki með EVRU.Félagi minn var að koma frá Eistlandi þar sem hann var heimsókn hjá teingdaforeldrum sínum og þar er sagan allt önnur en ESB sinnar tala um.Kjör hafa minnkað vöruverð hefur hækkað eftir inngöngu í ESB og fólk er drulluhrætt um að vöruverð hækki mjög mikið eftir upptöku EVRU 1.jan.2011 sama og gerðis á Spáni og Portugal eftir upptöku EVRU.Almennt fólk í Eistlandi vilja ekki sjá Evruna og sumir tala um að það hafi verið betra að lifa undir gamla USSR.Þeir sem tala mest fyrir EVRU eru þeir sem eiga peningana og einnig verslunarkeðjur.Er þetta bara ekki það nákvæmlega það sama hér á Íslandi nema hér heitir verslunarkeðjan Baugur sem er diggur stuðningsaðili Samfylkingarinnar..........

Marteinn Unnar Heiðarsson, 26.8.2010 kl. 20:14

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

MUH kemur hér með mikla visku..  Noregur tekur upp lög og reglugerðir ESB hraðar en ESB gerir sjálft.. hinsvegar er noregur fínn mælikvarði því að það hefur margkomið í ljós í verðkönnunum hér að noregur er 30 % dýrara land en svíþjóð að meðaltali og svíþjóð er dýrasta landið í ESB.. þú skilja Marteinn ?

Óskar Þorkelsson, 27.8.2010 kl. 03:40

10 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Alveg merkilegt Óskar með ykkur aðildarsinna hvað þið skautið alltaf framhjá svörum.Afhverju talaðir þú ekki um Eistland? Varðandi Noreg þá veit ég vel að allt er mun dýrara í Noregi og það væri ekkert öðruvísi þó þeir væru í ESB því það hefur sýnt sig að verðlag lækkar ekki við aðild að ESB.........

Marteinn Unnar Heiðarsson, 27.8.2010 kl. 07:16

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég tala ekki um Eistland því ég hef ekki hugmynd um Eistland að öðru leiti en að það er fyrir sunnan Finnland.. ég geri ekki eins og sumir og blaðra um eitthvað sem ég hef ekki hundsvit á ;)

Svo segist þú vita að allt sé dýrara í noregi.. dýrara en hvað og hvar ? jú noregur er dýtrasta land evrópu.. fyrir utan ísland ;)

Verðlag í noregi mundi breytast á einni nóttu við inngöngu í ESB því noregur þyrfti að leggja niður sína tollamúra samhliða inngöngu. 

Óskar Þorkelsson, 27.8.2010 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.