Tréhestar

Það er alveg með ólíkindum hvað þetta  blessaða sa´félag okkar virðist vera rotið. Ég hugsa að það sé leitun að öðru eins í öllum hinum vestræna heimi, já og jafnvel víðar. Hér á landi virðist einfaldlega ekkert lagast. Fjórflokkurinn heldur áfram að brjóta, beygja, sveigja lög og reglur sér í hag í hverju tilfellinu á eftir öðru. Væri nú gaman ef einhver blaðamaðurinn nennti að fara þó ekki væri nema 15 ár aftur í tímann og fletta upp öllum þessum skítaflokks og persónu ráðningum sem látnar hafa verið ganga yfir þjóðin, og í mörgum tilfellum hæfara fólki, stundum miklu, verð hafnað til að verðlauna einhvern kálf. Það skonda við þetta er að nú eru allir flokkarnir svo innilega viðriðnir þessa vitleysu alla að þeir sjá ekki handa sinna skil fyrir bullinu, en hika samt ekki við að benda alltaf á næsta mann.

Árni Páll á að víkja hið snarasta, á einhverjum af þessum trúðum verður að byrja en margir þeirra sem þessi vinnubrögð stunduðu eru nú komnir í álnir einhver staðar út á svona tengsl á sínum tíma.


mbl.is Segir ráðherra sýna vanvirðingu á lögum og Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ef íslenskir stjórnmálamenn geta ekki lengur hyglt vinum og flokksfélögum, skarað eld að eigin köku og almennt alið á spillingu og svínaríi í þjóðfélaginu,  þá missir starfið allan sinn sjarma og tilgang fyrir allflesta.  Þess vegna reyna þeir að hanga á  gömlu spillingar vinnubrögðunum eins og hundar á roði.

Guðmundur Pétursson, 28.8.2010 kl. 16:45

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Það verð ég að segja Guðmundur Pétursson að sjaldan hef ég heyrt þetta jafn vel orðað - svo satt - hafðu heila þökk fyrir þessa innlögn

Gísli Foster Hjartarson, 28.8.2010 kl. 17:15

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þegar skýrslan góða kom loks út, sagði forsætisráðherra, þeirrar stjórnar er Árni Páll situr í og formaður þess flokks er Árni Páll, er í, á flokksráðsfundi, að stjórnvöld verði að læra af "skýrslunni". 

 Þar hefur forsætisráðherra, sannarlega ekki átt við að  stjórnvöld ætluðu að læra af þeim mistökum, sem gerð voru, heldur hafi verið meiningin að læra hvernig svona "mistök" m.ö.o spilling er framkvæmd.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.8.2010 kl. 17:34

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Kalli það virðist bara vera svo að megnið af íslenskum stjórnmálamönnum/konum virðast tala með rass...... og því ekki orð að marka þetta lið og það er ekkert að breytast af því er virðist. Maður hefði náttúrulega átt að mæta niður í Týsheimili áðan með mótmælaspjöld og gaspra og góla á þetta lið frá Samfó sem hér er.

Gísli Foster Hjartarson, 28.8.2010 kl. 19:35

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Stjórsýsla á Íslandi gengur út á að "stela á dagin & grilla á kvöldin". Hver flokkur fær að velja sér þau lög sem er þægilegast að fylgja. Samfylkingarlögin t.d. virka þannig að ekki er hægt að fá 40 ára eingreiðslu kúlulán hjá Íbúðalánasjóði ef forstjórinn kann ekki að gera kúlulánasamning. Virðing Alþingis fyrir gömlum hefðum og heiðarlegri spillingu er fyrir neðan alla hellur. Þessu þarf að mótmæla....

Óskar Arnórsson, 28.8.2010 kl. 21:04

6 identicon

Pétur Blöndal að mæla af öllum mönnum.Ég ligg í keng og hlæ mig máttlausa af ummælum stærðfræðisénis sjálfstæðismanna sem kom öllu hér í bál og brand. Var einn af þeim sem hafði sig mest í frammi í að yfirtaka sparisjóðina,taldi einstæðum mæðrum og feðrum trú um að auðvelt væri að lifa á 100.00 kr, varði bankakerfið fram nog missti í brók ef Davíð talaði.Þvílíkir dómdags andskotans hræsnarar.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 23:59

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Pétur Blöndal byggði Kaupþing og lagði grunninn að öllum viðskiptaaðferðum á Íslandi, bæði fyrr og síðar.

Hann lagði allan grunninn að hlutabréfa og skuldabréfa viðskiptum á Íslandi...hehe...alveg ótrúlegt land!

"Kúlulán" voru t.d. fundin upp í Húsi Verslunarinnar þar sem Kaupþing var fyrst, og þá voru notaðar ávísanir fram í tíman.

Það voru kölluð okurlán með framreiknuðum vöxtum mánaðarlega og einni greiðslu... og þegar menn nenntu ekki að skrifa nýja ávísun einu sinni í mánuðu urðu til "kúlulán"...miklu meira gaman.

Pétur Blöndal vildi helst ekki lána þeim sem gátu borgað tilbaka lánin...Bara þeim sem þurfti að gjaldfella lánið á...miklu meiri gróði...kallaður arður! :) 

Óskar Arnórsson, 29.8.2010 kl. 00:35

8 Smámynd: Elínborg

Hlæ mig líka máttlausa Ragna, yfir fáránleikanum í þessu öllu saman....og Óskar þú ert bráðfyndinn :) Og það eina sem ég get sagt, er það sama og Ragna; þvílíkir dómadags andskotans hræsnarar!!!

Elínborg, 30.8.2010 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.