1.9.2010 | 09:17
Menn ekki að fatta þetta!
Ég veit ekki með ykkur en ég hefði haldið að hamingjan við þessa stjórn væri þetta utan þingsfólk sem ráðherrar, Ragna og Gylfi. Auðvitað gera þau ekki allt öllum til ánægju frekar en aðrir, hvort sem er á þingi eða annarsstaðar, það er bara ekki hægt að þóknast öllum. Hefði nú viljað sjá Árna Pál pakka bara niður og fara í nokkurra mánaða frí eftir ruglið í honum. Líst reyndar ágætlega á Guðbjart Hanneson en með Ögmund þá hristi ég hausinn, hann hljóp út síðast en hann virðist varla vera sammála nokkrum manni um neitt, og tekur varla málamiðlunum. Finnst hann stundum virka bara eins og gaur hlaupandi í allar áttir úti á túni gasprandi úlfur, úlfur!!!
EN ef eitthvað embætti er laust þá er ég til ekki málið.....
Fjórir á leið úr ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég man ekki betur en Jóhanna hafi bolað Ögmund út á sínum tíma.
Endurkoma hans sýnir svart á hvítu að staða Jóhönnu veikist enn frekar.
Sammála þér um Árna Pál - hann hefði mátt hverfa.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.9.2010 kl. 09:42
Sammála þér að flestu. Þessi tvö hafa gefið ríkisstjórninni þann trúverðuleika sem hún þó hefur haft. Nær hefði verið að fjölga utanþingsráðherrum.
Árni Páll, Álfheiður og Svandís mættu alveg missa sín og í þeirra stað fólk með örlítið öfgaminn skoðanir. Okkur vantar ekki harðlínumenn eða illa áttaða flokksdindla við stjórnvölinn heldur fólk sem er fært um að taka afstöðu af skynsemi með þjóðarhag að leiðarljósi.
Og spurning með Steingrím.
Hjalti Tómasson, 1.9.2010 kl. 10:25
En stóra spurningin er hvort ögmundue sé búinn að selja sál sína fyrir þennan stól?
Geir (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.