Falleg sýn Haraldar!

Ætla ekkert að setja út á sýn Haraldar af því að ég tel hana ekkert ósennilegri en margt annað í þessum heimi, og finnst hún síður en svo verri en margt annað. Víst er að framburðurinn mun skapa þarna nýtt umhverfi með tímanum, og höfnin mun hafa þar einhver áhrif . Svo gæti líka gosið á svæðinu og það gjörbreytt mynstrinu.

Þetta gerist nú ekki á þeim tíma sem ég verð ofan jarðar nema að náttúran muni allt í einu ýta á "fast forward" og ferlið gangi hraðar fyrir sig en nú er. sumsstaðar étur sjórinn sig inn í landið, rétt eins og sunnan við Vík í Mýrdal og ég held að við séum líka að horfa á að geti gerst suður á Heimaey og Stórhöfði gæti skilist frá Heimaey. Það getur margt gerst í blessaðri náttúrunni og oft á tíðum, sem betur fer, fær mannskepnan ekki við neitt ráðið.


mbl.is Mun Bakkafjara umlykja Eyjar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

kanski færast eyjarnar nær fasta landinu ? hver veit ekki verðum við til vitnis um það

Jón Snæbjörnsson, 6.9.2010 kl. 21:22

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Jón sennilegast verðum við ekki til vitnis um þetta, en hver veit

Gísli Foster Hjartarson, 6.9.2010 kl. 22:09

3 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Ég heimta göng eða yfirbyggða brú til að verjast fyrir veður og vindum, ef Stórhöfði verður eyja. Ég get ekki hugsa mig við þá tilhugsun ef Stórhöfði verður eyja.

Pálmi Freyr Óskarsson, 6.9.2010 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.