Almenn skynsemi og pólitík?

Ég hef löngum verið talinn frekar einfaldur peyji og því á ég kannski frekar erfitt með að átta mig á því hvernig menn sem starfa saman í ríkisstjórn dettur í hug að þegja yfir ákveðnum málum, jafnvel risastórum. Í þeim stjórnum sem ég hef setið hefur það einmitt verið svo að þó sumir hafa forræði í ákveðnum málum þá hafa menn nú upplýsingaskyldu gagnvart stjórn sinni í stórum málum er varða heildina. Pólitíkin er kannski orðin svo rotinn að fólk telur að það þurfi ekki? Mér heyrist Þorgerður Katrín vera að gefa það í skyn. Menn hafa verið að pukrast með ákveðin mál og helst engum sagt frá og síðan allt sprungið í andlitið á þeim. Hélt að menn gæfu nú yfirgripsskýrslur um störf sín með reglulegu millibili og þau mál væru rædd.  ....en ég tek það fram að ég er einn af þessum sem löngum hafa verið sagðir einfaldar sálir.
mbl.is Í stórum málum þarf öll stjórnin að vera upplýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband