13.9.2010 | 16:09
Bíðið nú við!
Ég sem hélt að á þessari stundu væru Norðmenn ekki einu sinni að íhuga inngöngu í sambandið. Þetta er þjóð sem virðist, en sem komið er allavega, standa fast í fæturnar og vera með sitt innra skipulag og aga í lagi, ólíkt sumum þjóðum.
Fyrir mér er þetta því ekki frétt.
95% Eyjamanna eru andvígir því að ÍBV og Selfoss sameinist í meistaraflokki karla í fótbolta!!! Álíka merkileg/tilgangslaus frétt í mínum huga.
Andstaða við ESB-aðild eykst í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það getur verið á stefnuskrá einhvers flokks í Noregi eða einhverra samtaka að Noregur skuli ganga í ESB. Það þarf samt ekki að þýða að það sé á stefnuskrá þeirrar ríkisstjórnar, sem er þar við völd.
Hér var ekki talað um ESB-aðild innan ríkisstjórnar, fyrr en uppúr miðju sumri 2008, eftir Moggaviðtal við Gulldrenginn JÁJ, sem heimtaði aðild og setti aðildarsuð í öðrum stjórnarflokknum í gang. Það bréytti því samt ekki að hér voru af og til fyrir þann tíma skoðankannanir um afstöðu þjóðarinnar til ESB, þó svo að slíkt hafi ekki komist á dagskrá fyrr en eftir áðurnefnt Moggaviðtal.
Kristinn Karl Brynjarsson, 13.9.2010 kl. 16:48
þessi umræða er vart sjáanleg hér í noregi... svo einfalt er það.
Óskar Þorkelsson, 13.9.2010 kl. 17:26
Óskar það er nákvæmlega það sem að ég hélt. Þjóð sem er fullfær um að halda á sínum eigin spilum, ja allavega en sem komið er, veltir ekki fyrir sér svona hlutum. EN svo getur náttúrulega svo farið að aðstæður þarna breytist og menn stokki upp hugsunina. En Óskar ertu ekki til í að reyna að koma því á framfæri þarna hvort þeir vilji ekki taka gömlu útlagana í fóstur.
Það er alveg rétt Kalli umræðan var ekki hávær hér á sínum tíma, að vissu leyti líka af því að við vorum hin ósnertanlegu. Vorum i hugum sumra okkar svo miklu betri og færari heldur en aðrir. Annað hefur svo sannarlega komið á daginn, þó ekki séum við hinir almennu borgarar alslæmir.
Gísli Foster Hjartarson, 13.9.2010 kl. 18:38
umræðan um að gera ísland að 20sta fylki noregs hefur komið upp af og til... norðmenn flestir eru hlynntir því held ég.
Óskar Þorkelsson, 13.9.2010 kl. 18:43
Óskar, Ef það gerist. Þá skipti ég um ríkisfang alveg örugglega. Hvaða ríkisfang það mundi verða á bara eftir að koma í ljós.
Það yrði þó Evrópskt og innan ESB.
Jón Frímann Jónsson, 13.9.2010 kl. 20:56
Ég verð nú að segja eins og síðuhaldari að þetta væri eitthvað sem Norðmenn spá lítið sem ekkert í.
En þetta er líklega eitthvað sem mogginn leitar uppi til að sýna okkur að þar er andstaða við aðil okkar Íslendinga mikil...
Þó verður það að segjast að ánægjulegt væri að ganga í bandalag við Noreg...
Og Jón Frímann... Farðu bara, það hefur dýrari biti horfið í hundskjaft áður. Skil reyndar ekkert í þér að vera ekki löngu fluttur til ESB eins og þú elskar það og dýrkar eins og trúarbrögð...
Með kveðju
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 13.9.2010 kl. 21:38
Ólafur, Þar sem þú ert andstæðingur ESB. Getur þú þá réttlæt þá afstöðu andstæðinga ESB á Íslandi varðandi þeirra stefnu (sem andstaða við ESB aðild er) að viðhalda óstöðugleika á Íslandi.
Jón Frímann Jónsson, 13.9.2010 kl. 22:36
Jón Frímann... Ég ætla ekki að ræða þau mál á þessarri síðu þar sem ég verð þá kominn talsvert útfyrir efni síðuhafa...
Þetta geri ég af virðingu við síðuhafa og efni greinarinnar sem hann ritaði í upphafi hér.
Kveðja
Kaldi
kaldi(at)lognid.is ef þú villt eiga við mig orð...
Ólafur Björn Ólafsson, 13.9.2010 kl. 22:47
Jón Frímann og Ólafur Björn þakka ykkur innleggin og þið megið mín vegna halda áfram umræðunni ef þið viljið. Heyri að þið eruð á sitt hvorum endanum á umræðunni.
Gísli Foster Hjartarson, 14.9.2010 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.