Ætli eina leiðin......

...til að komast upp á við á listanum sé að sleppa því að spila leiki?

En ég er ekki hissa þó að við lækkum hraustlega. Jafntefli við Andorra og tap fyrir Norðmönnum heima og Dönum úti.  Við fáum víst engin stig fyrir að hanga inn í leikjunum þar til undir lokin ví það er farið eftir úrslitum leikja.   VIð hljótum að hækka á listanum aftur eftir sigurinn á Portúgal í byrjun næsta mánaðar. Óli þjálfari stefnir á sigur í þeim leik rétt eins og hann stefndi á tap gegn Dönum. Í aðdraganda þess leiks eyddi hann meiri tíma í að dásama Dani, sem ekkert gátu, en að tala um sitt lið á uppbyggilegan hátt.


mbl.is Ísland fellur niður um 21 sæti sæti á FIFA listanum - 100. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Sæll Gísli minn ég held að þú hittir á góðan punkt þarna "til að komast upp á við á listanum sé að sleppa því að spila leiki"

Ég held það sé bara eina leiðin með því að sleppa því spila leiki.

Þessa stundina sé ég ekkert jákvætt við íslenska landsliðið, og næsti leikur er gegn Portúgal...úfff en þeir hafa gert jafntefli við Kýpur og tapað fyrir Noregi.

Portúgölum dugar ekkert annað en sigur í þeim leik ætli þeir sér að komast upp úr riðlinum.

Friðrik Friðriksson, 15.9.2010 kl. 10:37

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Friðrik bæði stórþjóðin Portúgalir og svo Íslendingar upp við vegg. Sigur er það sem báðar þjóðirnar þurfa til að hrista af sér slenið. Hvort liðið verður eftir í forynni kemur í ljós eftir c.a. 3vikur.

Gísli Foster Hjartarson, 15.9.2010 kl. 10:42

3 identicon

ég vissi ekki einu sinni að það væru 44 þjóðir í Evrópu, hahahahahaha!!!!

Valgeir (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 10:56

4 identicon

Við hverju búisti?

 Að rúmlega 300þúsund manna eyja í norður Atlantshafi sé með fótboltalið sem stenst mun mannfleiri þjóðum snúninginn í vinsælustu íþrótt í heimi?

 Þið áttið ykkur kannski ekki líka á því að það er ekki svo langt síðan að hægt var að æfa fótbolta inni allt árið um kring við góð skilyrði.

En vissulega má gera mun betur en 100.sæti.

Magnús (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 11:41

5 identicon

Mannfjöldi hefur ekkert með getu að gera ef Ísland spilar við Frakkland eða Þýskaland þá eru 11 menn inná vellinum og sá sem spilar betur vinnur.Bæði lið eru bara með 11 menn á vellinum og 5-6 menn á bekknum með ólíka liti á treyjunum og sitt hvort merkið og með adidas eða nike í horninu. Svo þetta eru svolítið gamaldags rök hjá þér Magnús minn.Gott dæmi er Litháen í körfubolta bronslið síðasta heimsmeistaramóts.

Úlfur Karlsson (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 12:03

6 identicon

En Þýskaland hefur úr 250X fleiri að velja? Þannig að gæði þeirra 11 leikmanna ættu þar af leiðandi að vera mun betri.

Ég þekki einn Litháa og hann hefur sagt mér að það sé gríðarlega mikil körfuboltahefð þar í landi, alveg eins og handboltinn á Íslandi. Þetta eru bæði íþróttir sem hefur verið hægt að æfa inni við sömu skilyrði í öllum löndum í árabil.

 Ég veit að það eru jafnmargir inná vellinum á sama tíma og margoft hefur það sýnt sig að smálið hefur unnið stórlið. En það breytir því ekki að kröfurnar sem eru gerðar til íslenska landsliðsins eru óraunhæfar.

 Svo væri fínt ef að fólk mundi mæta og styðja landsliðið þegar það á leik hérna heima, þá kannski myndu kannski okkar 11 leggja sig aðeins meira fram.

Magnús (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 12:43

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Magnús þú mátt heldur ekki horfa framhjá því að ég set þetta að vissu leyti fram sem grín, þó öllu gamni fylgi einhver alvara. Kröfurnar eru oft ansi óraunhæfar hjá okkur, tek undir það. En því má ekki gleyma að hér áður virtumst við reglulega ná að klekkja á stærri liðum og særa þau, en svo virðist sem að þeir dagar séu að fjarlægjast okkur, þrátt fyrir tilkomu knattspyrnuhúsa - hvað veldur skal ég ekki segja. Þú mátt heldur ekki gleyma að við gerðum jafntefli við Andorra, og það á heimavelli. Strákarnir geta vel ætlast til þess að fólk mæti og styðji við bakið á þeim, og oftast nær er það svo hefur mér fundist. EN því má ekki gleyma að með því að spila t.d. leik eins og gegn Andorra þá er nú ekki víst að fólk vilji spreða þúsund köllum í að fara á völlinn. Við skulum nú samt vona að það verði góð mæting á leikinn gegn Portúgölum.

Gísli Foster Hjartarson, 15.9.2010 kl. 13:19

8 identicon

Vona að þetta hafi ekki hljómað persónlegt gagnvart þér Magnús,ég varð bara að nota nafnið þitt til þess að benda á skoðun mína á þessu máli.Annars hef ég oft verið að tala um það að við ættum að fara að láta,Fram,Val og KR og FH þessi stóru lið koma upp Íshokkí aðstöðu.í Svíþjóð er Djurgården og AIK t.d bæði með knattspyrnulið og ískhokkí.Ísland á að vera íshokkí stórveldi.Ég get alveg sætt mig við að við töpum öllu í fótbolta eins og vanalega enn ekki í Íshokkí þar eigum við að vera hættulegir.Við erum jú ÍS-lendingar. :)

Úlfur Karlsson (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 14:11

9 identicon

Þessi fifa listi virkar þannig að ef ekkert er spilað  detta lið niður á listanum.  T.d.  mörg afrísk lið sem spila sjaldan   eru  á milli  150-200 sæti á listanum en eru ekki það slæm.

Halssi Hlussuson (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 15:03

10 identicon

Seinustu tveir stórleikir sem Ísland hefur spilað á Laugardalsvellinum voru gegn Spáni og Hollandi.

Ísland náði 1 - 1 jafntefli við spán þar sem að við leiddum verðskuldað í hálfleik.

Síðan mættu Hollendingarnir bara og yfirspiluðu okkur þótt að leikurinn hafi bara endað 2 - 1 (ef ég man rétt).

En þetta Andorra var samt alveg slys, en það sem hefur einkennt íslenska liðið í gegnum árin er að standa sig illa gegn veikari liðunum.

En ég hef hins vegar fulla trú á því að við náum hagstæðum úrslitum gegn vængbrotnu liði Portúgal, þótt að Cristiano Ronaldo sé einmitt hvað skæðastur á móti litlu liðunum. Núna er kominn tími til þess að fylla þennan völl!

Ég er sammála þér Úlfur með ís-hokkíið, ég myndi halda að það ætti að vera auðveldara fyrir okkur að byggja upp samkeppnishæft lið þar,  án þess að vita neitt um það :)

Magnús (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 19:10

11 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Ég lít ekki á úrslitin á móti Lithersten(því miður ekki rétt skrifað)sem slys...á leiknum undan Noregsleiknum..

Við höfum áður skitið á okkur eftir leiki við veikari þjóðirnar(fyrirgefið orðbragðið) og með fullri virðingu fyrir veikari þjóðunum...

Þeir líta stórt á sig og líta niður á þessar litlu(veikari) þjóðir..

Þessar þjóðir telja sig vera heppna að fá leiki við okkur(til að læra) og það er lágmarkskrafa að við leggjum okkur fram þeirra vegna...þó við teljum okkur ekkert læra af svona leikjum...

Þeir leggja meir á sig við stærri þjóðirnar,því þeir vita að þá er fylgst með þeim....

Magnús svo förum við á völlinn og styðjum 21 árs liðið á móti Skotum 7 okt....

Halldór Jóhannsson, 15.9.2010 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband