Hvað er í gangi?

Alveg hættur að skilja þetta. Kemur sér að maður er ekki með lögheimili í þessu byggðarlagi. Þarna er bæjarstjórinn búinn að fara hamförum í yfirlýsingum um eigið ágæti undanfarin ár. Nú er komið á daginn að megnið af því var innistæðulaust sjálfshól. Ég velti því fyrir mér af hverju menn skipta ekki um mann í brúnni? ....fannst gott hjá fólki að flykkjast á bak við flokkinn í síðustu kosningum, það er eins og fólk hafi viljað að karlinn stæði þarna þegar flóðbylgjan gengi yfir bæinn. Svo kemur hann fram og bendir í allar áttir, en aldrei á sjálfan sig.
mbl.is Skera niður um 450 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rannsóknarefni fyrir mannfræðinga. Suðurnesjamenn, þetta harðduglega fólk hefur kosið yfir sig óstjórn árum saman frjálst og óháð. Í stað þess að breyta til hafa menn kosið það sama áfram. Þegar óstjórnin liggur í augum uppi virðist þetta sama fólk trúa því að skuldirnar séu öðrum að kenna, ríkisstjórninni eða einhverjum öðrum. Aðrir landsmenn muna eftir sölu á öllum eignum sem átti að vera töfra lausn. Aðrir landsmenn muna eftir kappakstursbrautinni og formúlusvæðinu auk hótelbygginga!!! Aðrir landsmenn muna....Ræs suðurnesjamenn. Þið komuð ykkur í þennan skítapakka hjálparlaust.

Ragnar (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.