20.9.2010 | 15:19
Hanna Birna 1 stig
aðrir 0
Velti því fyrir mér hvar þetta fólk er á stundum með hausinn. Það má nú svo sem minna á að bæjarfulltrúar í Vestmannaeyjum hækkuðu laun sín hressilega eftir kosningar. Þorðu því ekki rétt fyrir kosningar. Gott af það var ekki bara 20% hækkun á launum. Réttlætingin var sú að í öðrum sveitarfélögum af svipaðri stærð væri verið að borga meira!!!!! Veit ekkert um það hef ekki lagst yfir það.En hækkunin var mér alls ekki að skapi, og fleirum reyndar.
Laun varaborgarfulltrúa hækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér datt nú í hug orð Hjálmars Sveinssonar, 1. varaborgarfulltrúa Samfylkingar á kosninganótt, þegar ljóst var að hann yrði 1. varaborgarfulltrúi. Þar sagði hann að hann þyrfti að leggjast undir feld og taka ákvörðun um hvort hann gæti framfleytt sér og sínum, á varaborgarfulltrúalaunum, ef hann hefði ekki tök á öðrum störfum meðfram skyldum varaborgarfulltrúa.
Það er vissulega jákvætt ef að einhverjir fá óskir sínar uppfylltar, ekki síst ábyrgir fjölskyldufeður í Reykjavík, sem og annars staðar. Eða þannig................
Kristinn Karl Brynjarsson, 20.9.2010 kl. 16:03
Já Kalli mikið rétt maður verður stundum að spyrja sig í þessum bransa, og þeim mun oftar ef að maður er bara að fylgjast með eins og við gerum endrum og eins. Gætum örugglega velt við mörgum steininum ef að við legðum okkur fram við það og þá alveg óháð pólitík og flokkum bara svona það sem við myndum rekast á.
Gísli Foster Hjartarson, 20.9.2010 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.