20.9.2010 | 20:16
Eins og lauf í vindi!!!
Þingheimur sérstraklega þeir er hafa setið lengur en tvo vetur ef svo má að orði komast eru margir hverjir komnir í varnarstellingar, fyrir sig og vini sína og félaga! Þess vegna verður framhaldið fróðlegt, já og jafnvel pínu kjánalegt.
Ég sé ekki endilega að það eigi að dóma þetta lið en það er nokkuð klárt að það þarf að ávíta þetta lið, þó ekki væri nema þeim er á eftir koma til varnaðar. Það gengur ekki að við fáum aftur eitthvert gengi í stjórnarstólana sem gleymir að sinna skyldu sinni og halda vöku sinni við yfirstjórn samfélagsins. Það held ég að hljóti að vera sá lærdómur sem að við viljum draga af þessu. Hvort sem þetta nær aftur til 1999, 2003, 2007 eða hvaða ár sem menn viða með. Það er aga og festuleysi sem þarf að taka á og ávíta fólk fyrir skaðinn er skeður og rúmlega það.
![]() |
Gagnrýnir málsmeðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst þetta landsdómsmál allt verða fáranlegra, eftir því sem umræðunni framvindur. Í feb eiga ráðherrar að hafa ekki tekið mark á Seðlabankastjóra, sem að gaf svo íslensku bönkunum heilbrigðisvottorð þremur mánuðum síðan.
Kært er vegna þess að samkvæmt skýrslu RNA, voru stjórnvöld ekki nógu aggressív við Landsbankann að koma sér úr landi með Icesave. Stjórnvöld lögðu jú að Landsbankanum að gera það, en það segir sig sjálft, sé skýrslan lesin af athygli, að það var ekkert ofarlega á vinsældarlista Landsbankans, sem að hafði ákvörðunarvaldið, til þess að flytja reikningana í dótturfélag, því að þá hefðu þeir ekki haft möguleika á öllum þessum peningaflutningi hingað og svo héðan á Tortola eða hvar sem allt góssið er geymt.
Tamílamálið, sem að menn miða svo við, er allt annars eðlis, en þetta landsdómsþvarg. Í því máli, þá urðu ákveðnar athafnir ráðherra til þess að þessir Tamílar, fengu ekki þá málsmeðferð, er þeim bar. En málið hér snýst um, mat á því hvað hefði farið betur ef, eitthvað hefði verið gert eða ekki gert.
Kristinn Karl Brynjarsson, 20.9.2010 kl. 20:35
Já þetta verður sífellt furðulegra - virðist kannski fjarlægjast uppruna sinn!!!! Finnst eins og þetta endi með engu
Gísli Foster Hjartarson, 20.9.2010 kl. 21:00
Það er bara of margt í þessu mótsagnakennt og málatilbúnaðurinn að mörgu leyti til þess að hella olíu á eld í stað vatns.
Á Facebooksíðu Lilju Mós stendur að réttar höldin verði pólitísk og vitnar hún þá í orð Sigurðar Líndal, sem hann lét falla því Alþingi kys 8 af 15 dómurum landsdóms, en Lilja bætir svo um betur og kallar réttarhaldið uppgjör við markaðshyggjuna, en samt réttlæti. Það er ansi hætt við því, eins og málflutningur landsdómssinna er, að margir deili þessari skoðun með Lilju.
Það að senda málið út úr nefndinni í ágreiningi, var í rauninni ekkert annað en ávísun á það sem er að gerast núna og verður að skrifast á dómgreindarleysi Atla G. að hleypa því svona vanbúnu úr nefndinni.
Kristinn Karl Brynjarsson, 20.9.2010 kl. 21:12
Þetta verður alltaf pólitískt og því aldrei friður. fólk sem meira að segja hefur verið brjálað út í það sem gekk á og vildi lásta taka á þessum riddurum er nú aftur komið í pólitíska íþróttabúninginn sinn. Öll almenn skynsemi er fokin út í veður og vind og þjóðin heldur áfram að hjakka í sömu förunum.
Gísli Foster Hjartarson, 20.9.2010 kl. 21:17
Vandamálið er líka það, að til stendur að kæra vegna fordæmislausra aðstæðna. Lög og reglur verða ekki til, nema tilefni sé að setja þær. Hraðatakmarkanir eru settar, því að sannað þykir að ef fólk keyrir yfir takmörkunum, þá eykur það hættu.
Hins vegar er ekki til nein hliðstæða, um hvað hefði skeð, ef................ varðandi bankahrunið.
Líklegast er skásta útkoman héðan af, að menn setjist niður og reyni að spasla upp í þær glufur sem voru á systeminu fyrir hrun og reyni að læra af fortíðinni.
Kristinn Karl Brynjarsson, 20.9.2010 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.