Ekki bara reiði innan VG

Það er líka mikil reiði úti í samfélaginu yfir þessari endaleysu sem er í gangi á þingi. Þetta fólk virðist vera gjörsamlega óhæft til að taka á nokkru máli. Þjóðin er orðin virkilega pirruð út í þetta lið sem það eitt virðist kunna að pissa í skóinn sinn.

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttaritari kom með ágætis pistil um þetta á RÚV i morgun. Í ljósi þess sem hún fór yfir og sagði er það sífellt að koma betur og betur í ljós að Alþingi er óhæft til að taka á þessu máli.  Þetta mun því bara fjara út eins og svo mörg önnur þjóðþrifamál í þessu samfélagi.


mbl.is Mikil reiði innan VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta fyndið. Alltaf er verið að tala um að þingmenn taki ekki ákvarðanir nema í flokkslínum,svo kemur kella fram og segir sína skoðun og þá verður allt geggjað. Þetta er apapláneta.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 08:48

2 identicon

Mikið er ég sammála þér, bæði með álitið og pistil Jóhönnu Vigdísar.

Þetta lið er gjörsamlega vanhæft í starfi, og skiptir engu hvaða listabókstafur er við hliðina á því. Verstu rökin í öllu þessu máli heyrði ég samt í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur: "Þeir sem voru á undan voru miklu verri." Á þá bara að sleppa þeim sem frömdu meint embættisbrot og hægt er að stefna fyrir löglegan dóm? Af því að einhver annar framdi stærra meint embættisbrot, en er fyrnt? Hvað er næst? "Við getum ekki dæmt þá af því að Nasistar voru svo miklu verri?" Jesús f****** Kristur.

Svo er ég kominn með uppí kok af endalausa "Það er svo erfitt að taka svona stóra ákvörðun"-kjaftæðinu. Hringið á vælubílinn og hættið að pirra okkur hin með aumingjaskapnum í ykkur! Þetta er það sem þið voruð ráðin af þjóðinni til að gera.

Erlingur (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 08:53

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svo satt, svo satt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2010 kl. 08:56

4 Smámynd: Sigurður Helgason

þessir 9 sem eru fyrir dómi um að ráðast á alþingi, bætum þessu bara á listann þeirra og málið er dautt  

Sigurður Helgason, 21.9.2010 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband