Það getur ekki verið í húfi.....

....sem löngu er horfið. Það er tregara en tárum taki að horfa upp á menn og konur tala um að trúverðugleiki Alþingis sé í húfi í þessu máli. Bjarni Ben. Jóhanna Sig og fleiri eru fyrir margt löngu búin að jarða það litla sem eftir var af trúverðugleika Alþingis. Þetta fólk er greinilega komið lengra úr sambandi við íbúa þessa lands en mig óraði fyrir. já já ég veit þau voru komin langt í burtu en eru núkomin í ljósára fjarlægð.

Þetta fólk þyrfti að heyra hvernig er talað um það og vinnubrögð þess eftir að þessi skýrsla kom út. Útkoma hennar var svona eins og eftir úrslitaleik í Heimsmeistaramóti á Ítalíu eða annarsstaðar í Suður-Evrópu, já eða Suður-Ameríku. Fólk flykktist út á götur í búningum síns flokks og byrjaði að gaspra og góla það var hann en ekki þessi og svo framvegis - algjörlega áttavillt umræða. Þeir sem voru í brúnni þegar þjóðarskútunni var strandað kenn áhöfninni um sem var á skipinu þar á undan og svo framvegis. Hvernig í ósköpunum ætlast fólk til þess að nokkur trúverðugleiki sé í boði handa fólki sem getur ekki verið fagmannlegra í sínum störfum eftir útkomu skýrslu þingmannanefndarinnar?

Best hefði bara verið að gefa vikufrí á þingi. Allir heim að lesa skýrsluna og svo bara mætt og greitt atkvæði ekkert svona karp um ekki neitt. Bara láta fólk gæla við sína eigin samvisku, já og tuða með sínu fólki úti í horni og koma svo og skila sínu atkvæði.


mbl.is Trúverðugleiki Alþingis í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.