Endilega hrekjum hana af landi brott!

Hverslags rugl er þetta eiginlega? Er ekkert mannlegt orðið eftir í þessu kerfi? Jussnam da Silva varð náttúrulega 3 flokks borgari um leið og hún skyldi við manninn sinn!!! Hverslags skekkja er þetta eiginlega í nútíma samfélagi?  Mér finnst í lagi að mann hafa varann á varðandi svona atvinnuleyfisveitingar en hefur ekki þessi elska verið að vinna hér undanfarin misseri og staðið fyrir sínu og vel það? Þó svo að hún hafi skilið við mann sinn þá finnst mér þetta ekki alveg ganga.

Trúi ekki öðru en að menn kippi þessu í liðinn. Eða vilja menn kannski fá svona "græna korts" giftingu til að geta látið hana hafa atvinnuleyfi?


mbl.is Starf Jussanam er sérhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laxinn

Það er nú bara ekkert mannlegt við það að veita útlendingum atvinnu á meðan jafn hátt atvinnuleysi er á meðal ungs fólks í dag og raun ber vitni.

Laxinn, 23.9.2010 kl. 16:45

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Það er spurning Laxinn. Er ekki endalust verið að auglýsa störf sem enginn sækir um? Einhversstaðar var sú umræða. Var ekki líka sagt að ekki hefði gengið vel að manna þessi frístundarheimili? Ef að Íslendingar vilja ekki vinna störfin hvort á þá frekar að ráða útlendinga eða leggja störfin niður?

Gísli Foster Hjartarson, 23.9.2010 kl. 17:28

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hver segir að útlendingar sætti sig við störfin frekar en innfæddir?

Hitt er svo annað að þessi kona geldur þess að vera ekki EES/ESB borgari - og er ekki ein um það. Brussel hefur vit fyrir okkur!

Kolbrún Hilmars, 23.9.2010 kl. 18:35

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

auðvitað á fólk sem er í vinnu að fá framlengingu vandræðalaust.

Laxinn, það er betra fyrir landið að halda í starfsfólk með reynslu.  Það er dýrt að þjálfa starfsfólk og það er kostnaður sem við ættum að vera án.

Kerfið er ansi duglegt að skipta fólki í "gæðaflokka" eftir efnahag, þjóðerni, starfi og litarhætti.  -  Er þetta dæmi um heimsku eða ofurskilvirkni skriffinnskunnar?

Lúðvík Júlíusson, 23.9.2010 kl. 19:55

5 identicon

Sæll.

Málið er að þessi ágæta kona virkar sem Íslendingur núna, hún er í vinnu og leggur sitt fram til samfélagsins. Ég get vel skilið að ekki sé hægt að réttlæta það að veita útlendingum sem eru að koma núna hingað í fyrsta skipti atvinnuleyfi en hún var fyrir með leyfi. Hér er ekki um nýtt leyfi að ræða heldur endurnýjun.

Annars var Mogginn með fréttir um það fyrir fáeinum árum að íslensk fyrirtæki gátu einfaldlega ekki fengið fólk í vinnu nema það væri frá EES, Vinnumálastofnun lagði þannig skilning í EES reglurnar (þær kveða á um að einstaklingar frá EES landi hafi forgang) að í reynd var alveg lokað á fólk utan Evrópu.

Svo má ekki gleyma því að hún er ekki lögformlega skilin við mann sinn fyrr en í október og því fáránlegt að endurnýja ekki leyfi hennar. Kannski einhver lögspekingur geti frætt okkur um það hvort þetta sé einfaldlega löglegt þar sem hún sé í raun ennþá gift Íslendingi.

Umboðsmaður Alþingis ætti að sjá sóma sinn í því að skoða þetta mál, mér finnst þetta embætti vera hrikalega lint og frumkvæðislaust og stórefast um að það hafi verið hugsað þannig að embættis safnaði bara ryki og væri almenningi nánast gagnslaust.

Jon (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 21:19

6 Smámynd: Jens Guð

  Það er eitthvað rangt og ómannúðlegt við það að konu sé hent úr landi við það eitt að flýja úr vondu hjónabandi eftir 2ja ára dvöl á Íslandi.  Hún er búin að koma sér vel fyrir.  Er vinsæl söngkona og í farsælu starfi á frístundarheimili.  Þær stofnanir sem málið heyrir undir vísa í reglur sem ætlast til að konur sem koma frá löndum utan EES sætti sig við nauðungarhjónaband.  Nú veit ég ekkert um þetta tiltekna hjónaband en mörg dæmi eru þess að íslenskir kallar beiti konur sínar frá öðrum heimsálfum ofbeldi.  Neyði þær í vændi og allskonar.  Þegar þær brjótast undan vondu hjónabandi er þeim bara hent úr landi af Útlendingastofu.

   Ég hef átt vond samskipti við Útlendingastofu.  Það er þegar ég hef verið að aðstoða asískt vinafólk við fá ættingja í heimsókn.  Viðmótið einkennist af hroka og leiðindum.  Það er eins og starfsfólk Útlendingastofu hafi fyrirmæli um að vera eins leiðinlegt og erfitt í samskiptum og hugsast getur.

Jens Guð, 23.9.2010 kl. 23:59

7 Smámynd: Laxinn

Að Íslendingar vilja ekki vinna ákveðin störf er einfaldlega vegna þess að téð störf eru of láglaunuð. Til þess að "leysa vandann" ráða því stofnanir og fyrirtæki til sín erlenda starfskrafta sem sætta sig við þessi bágu kjör. Það verður svo til þess að nær ómöuglegt er fyrir íslenskan verkalýð að með nokkru móti geta fengið fram hækkanir í þeim geirum sem þessi "lausn" er hvað mest notuð, sbr. heilbrigðisgeiranum, ræstingageiranum og nú síðast "frístundarheimilageiranum" etc, etc. Að berjast á móti þessari þróun ætti að vera forgangsmál verkalýðshreyfingarinnar hér á landi. En í stað þess að verja íslenska alþýðu þá gera gerir hún lítið annað en að kippa stoðunum undan áralangri baráttu hennar fyrir betri kjörum.

Laxinn, 24.9.2010 kl. 08:50

8 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Jón það eru þarna vinklar sem að þyrfti að skoða og fá á hreint.

Jens þekki starfsemi Útlendingastornunar nokkuð eftir að hafa flut inn leikmenn fyrir ÍBV í fótboltanum. Oft var maður pirraður út í þetta fólk en svo með árunum tömdum við okkur ákvðein viðhorf og vinnubrögð og þá gekk þetta allt betur. Einnig virtist þetta verða betra með árunum þegar maður reyndi bara að halda sig við að tala við sama fólkið og það þá kannski kannaðist við málið sem að maður var að glíma við.

Laxinn: Það er efni í sér pistla að fjalla um verkalýðshreyfinguna á Íslandi og hningun hennar.

Gísli Foster Hjartarson, 24.9.2010 kl. 09:22

9 identicon

Laxinn, getur verkalýðshreyfingin eingöngu barist fyrir betri kjörum íslenskrar alþýðu? Hvað með að bera hag alls vinnandi fólks fyrir brjósti? Það að einhver (Íslendingur eða útlendingur) taki að sér illa launað starf á ekki að grafa undan einu eða neinu í þeirra baráttu.

Harpa Heimisdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 11:32

10 identicon

Eins og bent hefur verið á þá er verið að tala um endurnýjun sem er allt annað. Það er hinsvegar skiljanlegt ef það er neitað fólki sem vill flytja til landsins nú.

Hún er búin að fjárfesta öllu sínu lífi í Íslandi og það er sorglegt ef það á svo bara að reka hana burt.

Ath. líka að það versta við þetta kerfi er að margir menn flytja inn konur og koma svo illa fram við þær vitandi að kerfið er svona. Það eru til mörg dæmi um menn sem hafa fengið sér konu eingöngu til þess að vera kynlífs- og vinnudýr á heimilinu, svo er hótað að reka hana úr landi ef hún sættir sig ekki við það. Þetta býður upp á þrælahald.

Geiri (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.