24.9.2010 | 14:22
Maður verður hugsi......
....og sífellt meira hugsi. Er maður á röngum stað á jarðskorpunni?
Viðtalið við konuna í Kastljósi í gær og sagan sem hún sagði fékk mig til þess að halda að megnið af hyskinu vinni hjá bönkunum - saga hennar var með ólíkindum.
Staðan er skelfileg, eins og við höfum vitað lengi. Sumir fóru óvarlega aðrir ekki en það ótrúlega er að þeir sem fremstir fóru og tóku stöðu gegn þjóðinni labba en um á lakkskónum eins og ekkert hafi í skorist. Í bönkunum er í dag jafnvel sama fólkið að berja á fólkinu sem að það plataði lánin inná. Nú er það ekki sleikjugangurinn og skýjaborgirnar sem talað er um heldur helvíti og þeir er þar eru sagðir búa og svo framvegis. Ekki hefði ég sómatilfinningu í að vinna svona vinnu - svei mér þá.
Svo er níðst á litlum fyrirtækjum, bankarnir jafnvel búnir að vera að reka stór fyrirtæki í samkeppni við þau. En eigendur litlu fyrirtækjanna reyna að sleppa við höggin frá bönkunum en gengur misjafnlega. Á sama tíma eru afskrifaðir jafnvel 50 milljarðar hjá sumum heyrir maður og þeir stjórna en sínu. Hefur einhver af þessu fólki heyrt talað um réttlæti? Get ekki sagt að mér sé kannski illa við allt þetta fólk en hvar er sóma tilfinningin? Hvar er sanngirnin? Hvar er heiðarleikinn? Hvar er samviskan?
Baráttu kveðjur til þeirra er eiga erfitt vegna þessara mála.
Hugsið ykkur staðan er svona og þingheimur getur ekki einu sinni ákveðið hvort þau geti greitt atkvæði um það hvort einhver hafi brugðist í aðdraganda hrunsins, það þarf ekki endilega að fangelsa heldur ávíta fólk sem ekki var á tánum. Þingmenn geta sagt já eða nei eftir eigin sannfæringu en þora því ekki, reyna að svæfa málið.
Fjöldi heimila á uppboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Víst eru þeir til sem telja einboðið að banna skuli að fólk sé borið út úr íbúðum sínum. Þegar þeir fá þessari sjálfsögðu kröfu sinni fullnægt ætla ég sko að kaupa mér íbúð, á láni, og borga bara fyrstu afborgunina og sitja síðan í íbúð "minni" til dauðadags sæl og glöð yfir því að "helvítis bankar og AGS og kröfuhafar og fjármagnseigendur" - þetta sem í dag telst, í augum fólks á miðaldastigi, til norna - megi ekki bera mig út.
Ó hve samfélagið verður GOTT, hve efnahagslífið verður heilbrigt og langt frá hverskyns hruni þegar þessari mannúðlegu kröfu verður fullnægt: að ekki megi bera fólk út úr íbúðum sem það er einu sinni komið með lyklavöld að og búið að borga eitthvað í ...
Ó hve þessar nornir - helvítis bankarnir og AGS og kröfueigendur og fjármagnseigendur - eru vondar, þær eru sko andskotann ekkert skárri en nornirnar fyrr á öldum; ó nei, hér er sko allt nornunum að kenna, alveg eins og var, hér sem annarstaðar, á miðöldum.
En ... fyrst fólk upp til hópa er enn á miðaldastigi, af hverju má þá ekki brenna nornir núna eins og mátti þá? Ég bara spyr.asdis o. (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 14:32
Með ólíkindum hvað mikið af Íslendingum eru gjörsamlega siðlausir og i raun ógeðslegt fólk,að nýtta sér uppboð á annar manna eignum löglegt ja en gjörsamlega siðlaus,maður hugsar til þess þegar þeir i Evrópu 1940-1945 gátu nytt sér og græt á þrælahaldi gyðinga keift ódýrt fólk og gert hvað sem er við þau jafnvel keift húsin sem voru tekin af þeim þegar þau voru rekin úr landi eða send i vinnu/dauðabúðir.meira að segja gettó-inn 1940-1941 i pólandi þegar þeir vissu að gyðingar voru með falið gull og skartgrip á sér/inní sér þá nýtti svo kallaðir business menn sér það og létu þá fá smá brauðmola fyrir mikið gull/skratgripi því eins og einn pólskur business maður sagði i viðtali að þetta fólk var að drepast ur hungri og það sagði sig sjálft að það gat ekki nærst á demöntum eða gulli og var tilbuið að gera allt til að fá mat.
fólk herna á götuni og eitthverjir ógeðslegir aðilar nyta ser þá stöðu eins og það se ekki nó af öðrum íbúðum til sölu sem eru ekki teknar með þjófnaði.eg þekki mann einn sem stendur í íbúðarkaupum núna en honum dettur ekki i hug að kaupa íbúðir sem er verið að stela og reka fólk ut ur (selja á uppboði) þó svo hann geti grætt á þvi
ef Islendingar væru ekki svona ógeðslega miklir siðlausir þjófar og eigingjörn gráðug svín þá væri ekket af þessu fólki að fara á göturnar...
eg þakka fyrir að eiga ekkert á þessu landi og mitt mottó er að eingast aldrei neit hér á landi og ef eg þarf að eingast enhvað að vera með það skráð á eitthvað eingarhalds félag eða álika sem er ekki hægt að taka eg treysti ekki Islenska Ríkinu og islenskum almenning lengu..
Bjóst aldrei við að hluti af minni þjóð væri svona mikil viðbjóður
jon fannar (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.