Láttu okkur þekkja þetta...

.....en á ný felur KSÍ sig á bak við heimatilbúið regluverk og ætlar sér að þröngva hinu og þessu upp á liðin.  Stend með Ólsurum þarna. Ef sveitarfélagið hefur til þess fjárráð þá mun það örugglega gera sitt besta en að setja svona kröfur til þess að liðið fái að spila í deildinni er ólíðandi.

Ef Ólsarar standa sig svo vel á næsta ári og fara upp þá verður þeim jafnvel meinað að spila í efstu deild! Hverslags rugl er það. Við Eyjamenn búnir að standa í stappi vel og lengi ávallt verið að heimta stærri stúku og þak yfir hana, allavega yfir helming af henni og ég veit ekki hvð. Svo horfir maður á leiki frá Seria A á Ítalíu og efstu deild á Spáni og þar eru leikvangar þar sem að jafnvel bara 15% af áhorfendastæðunum er með þaki yfir.

Ég er sammála mörgu í Leyfiskerfi KSÍ eins og varðandi eftirlit með fjármálum og t.d. menntun þjálfara og uppeldisstarfið enda eru það hlutir sem félagið getur sjálft stjórnað. En þegar kemur að því að settar eru kvaðir á viðkomandi sveitarfélag þá eru menn að missa sig.

En ég veit nú samt að þeir í Laugardalnum munu nú leysa þetta í samfloti við Ólsara þegar á reynir og Víkingar frá Ólafsvík munu svo standa sig með prýði í deildinni á næsta ári.


mbl.is Bæjarstjóri Snæfellsbæjar ósáttur við KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einn besti grasvöllur á Íslandi er í Ólafsvík. Það yrði synd ef hann yrði lagður til hliðar útaf stúkubyggingu. 30 millj. er há upphæð í kreppunni.

H (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 15:41

2 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Af hverju á að gefa þeim undnaþágu..... þeir eru búnir að nýta hana. Féllu í fyrra og vissu að ef þeir færu upp aftur yrðu þeir að gera þetta. Kannski bara kaupa færri leikmenn........?

Eysteinn Þór Kristinsson, 28.9.2010 kl. 15:55

3 identicon

Eysteinn, það er ekki klúbbrinn sem borgar stúkuna, heldur bæjarfélagið, alveg óháð því hvað félagið kaupir marga leikmenn og hvernig staða þess er, þetta eru ekki samrekin félög

Oddur Brynjarsson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 16:58

4 identicon

Leggja þetta niður allt saman ef menn eiga ekki peninga

Nonni nipples (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 17:56

5 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

ok...... en spurningunni er enn ósvarað. Afhverju ættu þeir að fá undanþágu, þeir eru búnir að fá hana og ekkert gert í sínum málum?

kv frá Fjarðabyggð

Eysteinn

Eysteinn Þór Kristinsson, 28.9.2010 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.