29.9.2010 | 16:51
Endalaus tækifæri...
Ekki var ólöf svona áköf í að vilja boða til kosninga síðast var það?
Þetta hörmungarástand er náttúrulega bara að byrja núna er það ekki? Málið er bara það að það hefur ekkert breyst hér á landi. Nokk sama hver fer með ferðina. Enda augljós tilgangur flestra í pólitík að mylja undir sig og sína og eins og það sé ekki nóg þá skilst manni að skilanefndir bankanna séu komnar í sama leikinn. Það er verið að afskrifa og mylja undir ákveðinn hóp fólks til að halda áfram skrípaleiknum sem hér var fyrir hrun. persónur og leikendur verða flestir hinir sömu, og ætli niðurstaðan verði ekki bara líka sú sama og síðast - algjört hrun.
Ég auglýsi eftir einhverri þjóð til að taka okkur í fóstur, svei mér þá ef ég er ekki sífellt að verða sannfærðari um það en áður. Við virðumst vera ófær um að taka til hjá okkur sjálf.
Málið snýst ekki um að kjósa og kjósa málið snýst um að þetta fólk sem situr á Alþingi kasti frá sér skóflunni og fötunni og fari að vinna fyrir þjóðina í heild sinni.
Vill boða til kosninga strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir þetta Gísli. Við þurfum hjálp, okkur vanntar kennslu í pólitísku siðferði.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 17:28
Slíkt er kallað siðleysi.
Bjartmar Guðlaugsson (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.