29.9.2010 | 21:53
Æ æ var að vona
Sumir skilja ekki þó skelli í tönnum. Nokkrum augnablikum eftir að samflokksmenn hans og aðrir hrunverjar björguðu honum á lævísan hátt frá Landsdómi snýr Björgvin aftur eins og ekkert hafi í skorist. Hefur engin bent honum á að þetta er bara ekki í lagi - eða er ég einn um að finnast þetta?
Ég hélt að hann hefði séð ljósið á sínum tíma þegar hann álpaðist til að segja af sér eftir hrunið sem gerðist á hans vakt og er en að þjaka fjölda heimila og fyrirtækja í landinu. En því fór fjarri. Hann skellti í skál og hlaut fáránlegan stuðning í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þar sem menn flokkuðu sig upp í að vernda sæti fyrir hvern annan.
Mikið finnst mér grátlegt að hann skuli vera að snúa aftur í þingsali. Hann heldur náttúrulega að allt sé í góðu og hann verði skemmtilegi strákurinn í sandkassanum fyrst hann var skorinn úr snörunni!!!
Björgvin kemur aftur inn á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æijá, ég var líka að vona, oohoh!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 21:59
Við getum ekki lengur leift okkur að vona! Mæting á Austurvöll þegar reyna á að setja haustþing nú er að fylgja eftir kröftugum skrifum drengir góðir.
Sigurður Haraldsson, 29.9.2010 kl. 22:54
Sigurður. Ég á ekki heimangengt en verð með þér í anda e að þú finnur fyrir púka á annarri öxlinni þá veistu að ég er mættur.
Gísli Foster Hjartarson, 30.9.2010 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.