Æ æ var að vona....

Sumir skilja ekki þó skelli í tönnum. Nokkrum augnablikum eftir að samflokksmenn hans og aðrir hrunverjar björguðu honum á lævísan hátt frá Landsdómi snýr  Björgvin aftur eins og ekkert hafi í skorist. Hefur engin bent honum á að þetta er bara ekki í lagi - eða er ég einn um að finnast þetta?

Ég hélt að hann hefði séð ljósið á sínum tíma þegar hann álpaðist til að segja af sér eftir hrunið sem gerðist á hans vakt og er en að þjaka fjölda heimila og fyrirtækja í landinu. En því fór fjarri. Hann skellti í skál og hlaut fáránlegan stuðning í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þar sem menn flokkuðu sig upp í að vernda sæti fyrir hvern annan.

Mikið finnst mér grátlegt að hann skuli vera að snúa aftur í þingsali.  Hann heldur náttúrulega að allt sé í góðu og hann verði skemmtilegi strákurinn í sandkassanum fyrst hann var skorinn úr snörunni!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þess má til gaman geta að yfir 40% þingmanna töldu að Björgvini skildi stefnt fyrir landsdóm, þar af allur samstarfsflokkur Samfylkingar í ríkisstjórn.

En kannski er þetta bara jákvætt þegar allt kemur til alls.  Þetta gæti flýtt fyrir kosningum, sem að myndu minnka verulega þingstyrk núverandi stjórnarflokka. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 29.9.2010 kl. 20:57

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég er bara alls ekki viss Kalli þó við fáum kosningar að ástandið skáni eitt hænufet. Þetta er svo dapurt, en það jákvæða væri kannski að eitthvað af þessu liði myndi kannski draga sig í hlé

Gísli Foster Hjartarson, 29.9.2010 kl. 21:51

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Kosningar eru bara eina vonin um breytingar.  Reyndar veik von þó, en samt von.

Kristinn Karl Brynjarsson, 29.9.2010 kl. 22:14

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jújú það er svo sem rétt ....lengi má lifa í voninni!

Gísli Foster Hjartarson, 30.9.2010 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.