6.10.2010 | 17:58
Að sjálfsögðu
Alltaf hefur þetta blessaða sjúkrahús, eins og önnur á landsbyggðinni verið í vörn gagnvart niðurskurði. Oft hefur mann blöskrað. Tala nú ekki um núna, enda erum við hér að ræða um að taka nánast bara tvær hæðir af húsinu og hafa aðeins opið í kjallarann, viskulegt það. .....auðvitað mótmælum við slíku.
Ég held að við skiljum öll að einhver niðurskurðu er nauðsynlegur eftir hörmungarnar sem voru látnar ganga yfir þjóðina, og ekki sér enn fyrir endan á. En stundum getur manni ofboðið. Held að þetta fólk hefði nú átt t.d. að byrja á að skera niður fjárfrmlög til stjórnmálaflokka, þó ekki væri nema til að líta á það sem refsingu fyrir illa unnin störf síðastliðin ár.
Á öðrum nótum bíð ég en eins og fleiri eftir því að menn sérhæfi sig í einhverju á þessu blessaða sjúkrahús. Heilsusjúkrahús, með meðferð offitusjúklingasem sérgrein. Eða sjúkrahús með lokaða deild fyrir siðblinda pólitíkusa, þá myndi jafnvel líka skapast atvinna við að stækka sjúkrahúsið!!!
Starfsfólk mótmælir í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér, Gísli!
Líst vel á þessar hugmyndir um sérhæfingu, eins og þessa með meðferð fyrir offitusjúklinga. Það gætu þá til dæmis verið inni í því gastric bypass aðgerðirnar.
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 19:13
Það mætti líka skoða eftirlaun stjórnmálamanna, hvort það sé ekki hægt að finna dágóðar summur þar. Mér skilst að Davíð ofl séu á góðum, margföldum eftirlaunum. Ég hef ekki heyrt um neinn niðurskurð á Alþingi. Má ekki taka af einhver hlunnindi sem alþingismenn hafa, en almenningur þarf sjálfur að borga
Lara (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 20:20
Já það er hugmynd Gísli sem hefur verið í vinnslu lengi =)
það hefur bara verið svo búið um hnútana undanfarinn áratug að rekstrarfé stofnunarinnar hefur rétt dugað fyrir nauðsynlegustu þjónustu. Öll heilbrigðisþjónusta er háð kvóta, hömlur er á því hvaða þjónustu við megum bjóða upp á, eða réttara sagt fáum fjármagn til að bjóða upp á. Starfsfólk HSV hefur unanfarin ár reynt að nýta hverja krónu, tekið á sig kjaraskerðingu og lagt á sig auka vinnu til að bjóða upp á t.d. göngudeild lyfjagjafa (t.d. krabbameinslyf, sérhæfð lyf við sjálfsónæmissjúkdómum og blóðsjúkdómum) göngudeild sykursjúkra og svokallað hjartateymi. Ekki hefur ríkisvaldinu þótt mikið til koma hingað til og ekki lagt krónu í verkefni sem þessi. Við höfum heldu ekki fengið fjármagn með nýja sneiðmyndatækinu okkar þrátt fyrir augljósan sparnað tryggingastofnunar á því sómatæki.
Við starfsfólkið erum fylgjandi því að efla þjónustuna og velunnarar okkar hafa stutt okkur raunsarlega með góðum gjöfum ... en ríkisvaldið ekki =(
Bestu kveðjur... og mætum öll á stakkó á föstudaginn !!
Steinunn (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 20:54
Takk Ásdís.
Já Lára það er eitt sem má alveg skoða það er þetta eftirlaunakerfi þessara kalla, það er margt sem má skoða og ég trúi því ekki að menn leggjist ekki enn frekar yfir þetta allt.
Steinunn þú segir það sem ég hef verið að segja síðustu daga. Víst er niðurskurðurinn blóðugur í þetta sinn en það er ekki eins og við höfum verið vel haldinn af rausnarlegum framlögum ríkisins í gegnum árin þó svo að hægri menn hafi verið með tögl og haldir í samfélaginu.
En það má ekki láta hugmyndir um sérhæfingu sofna, alveg sama á hvaða sviði sú sérhæfing yrði.
Gísli Foster Hjartarson, 6.10.2010 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.