Glæsilegur sigur

Glæsilegur sigur og menn eru einu hænuskrefi nær því að komast yfir þröskuldinn og í úrslitakeppnina í Danmörku. Nú bíður maður yfir spenntur eftir seinni leiknum og vonast eftir hagstæðum úrslitum. Mörgum þykir þetta kannski ekki merkilegur sigur en hversu oft hefur A-landslið okkar sigrað Skota? Reynslan sem að menn fá með þessum umspilsleikjum og jafnvel að komast í úrslitakeppnina á eftir að nýtast mönnum vel og vonandi verða A-landsliðinu okkar til framdráttar og hjálpa því að komast úr þeim ógöngum sem það lið er búið að vera í í lengri tíma.

Nú er bara að vona að hvorki A né U-21 tapi leikjum sínum eftir helgi.


mbl.is Eins marks forskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið sammála þér Gísli. Ef þeir komast í EM þá mun það reynast þeim frábær skóli og skila þeim enn betur undirbúnum í A-liðið. Skotarnir verða þó erfiðir heim að sækja.

Kristján Gíslason (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 21:53

2 identicon

Góður sigur, en það sást að það vantaði besta varnarmann efstudeildar í liðið !

Ef Jón Guðni hefði verið í liðinu í þessum leik þá hefðu skotarnir aldrei fengið þetta færi , sem þeir síðan skorðu úr.  Eins hefðu sendingar frá vörninni verið mörgum sinni hættulegri frá Jóni Guðna.

Vörnin virkaði ekki vel  !

JR (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 21:58

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Skellti mér á leikinn....Var að spá að fara aftur heim þegar Skotarnir skoruðu:)

En hvað er með okkur Íslendinga...Kl 19.00 er nær 30 metra röð til að kaupa miða...Alltaf svo seinir:)

Halldór Jóhannsson, 7.10.2010 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.