Með kúkinn í buxunum!

Ég er ekki hissa þó að menn fái hljómgrunn frá flokkunum. Þingheimur með kúkinn í buxunum í málefnum heimilanna, meira að segja stjórnarandstaðan hefur engar lausnir þó að þeir ropi hér og þar þegar það hentar. Það er löngu orðið ljóst að pólitíkin verður að taka sér tak starfa saman og reyna að leysa þessi gríðarlega erfiðu mál er tengjast vandamálum margra heimila. Almenningur er búinn að stilla þingheimi upp við vegg annað hvort leysið þið þetta eða þá að..........
mbl.is Þingmenn vilja leysa skuldavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

annað hvort leysið þið þetta eða þá að..........

Því miður er aðeins til ein lausn á vandamálinu, peningar. Peningar sem ekki eru til. Hver sem niðurstaðan verður, gefi kröfuhafar ekki eftir sjálfviljugir, kemur ríkissjóður til með að borga allar lækkanir. Og þá þurfa skattar að hækka umtalsvert auk þess sem við hefðum ekki efni á öllum þessum skólum og sjúkrahúsum.

Hversu mörg ár af þínum inngreiðslum í lífeyrissjóð vilt þú að þinn lífeyrissjóður gefi skuldurum? Hvað sættir þú þig við mikið lægri útborgun úr þínum lífeyrissjóði þegar þar að kemur? Hvað má hækka skattana mikið í viðbót? Hvað er hægt að fækka um marga lögregluþjóna, kennara og lækna?

Töfralausnir sem kosta ekkert eru ekki til. Einhver borgar, má bjóða þér?

sigkja (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 16:17

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þetta er nú alls kostar rétt hjá þér Gísli minn að stjórnarandstaðan hafi ekki komið með tillögur til lausnar á skuldavandanum. 

 Framsókn kom á sínum tíma með 20% leiðina og eflaust einhver önnur úrræði.  Einnig er Framsókn ef ég man rétt, með einhverjar tillögur í atvinnumálum, ólíkt stjórnvöldum sem tala út og suður og ná engri sátt sín á milli varðandi atvinnumálin í það minnsta.

Sjálfstæðisflokkurinn kom með sínar tillögur fyrir löngu síðan.  Þær eru þannig í stuttu máli að afborganir af lánum eru lækkaðar um 50% í þrjú ár. Á þessum þremur árum er unnið í málefnum skuldara og leitað lausna á þeirra vanda.  Það sem ekki greiðist á þessum þremur árum þ.e. hin 50% bætast við þá í formi lengingu láns.  Auk þess eru Sjálfstæðismenn með einhverja stefnu í atvinnumálum.  Frá gengislánadómnum í Hæstarétti fyrir nokkrum vikum hafa sjálfstæðismenn óskað eftir fundi í Viðskiptanefnd til að ræða dóminn og viðbrögð og aðgerðir vegna hans. Sá fundur hefur hins vegar ekki enn verið boðaður.

 Að sögn þeirra sem að til þekkja þá hefur sjaldan verið eins gott samstarf milli stjórnar og stjórnarandstöðuþingmönnum.  Stjórnarandstaðan hefur unnið með stjórninni að þeim tillögum sem að hún hefur lagt fram. Sú vinna hefur hins vegar verið á skilyrðum stjórnvalda og innan þess ramma er þau ákveða.

 Í næstu viku, verður í fimmta skipti á tuttugu mánuðum, boðað til blaðamannafundar, þar sem að lausn stjórnvalda á skuldavandanum verður boðuð í fimmta sinn.  Í hin fjögur skiptin, hafa stjórnvöld lýst því að þetta væru aðgerðir sem að dygðu, hvað sem orð annara er bentu á annað sögðu. 

Afhverju skildu stjórnvöld þurfa í það minnsta fimm tilraunir til lausnar á vandanum?  Er það vegna ábyrgðarleysis stjórnarandstöðunnar?  Eða er það vegna þess að stjórnvöld hafa ekki unnið heimavinnuna sína og gert almennilega úttekt á vandanum?  

Kristinn Karl Brynjarsson, 9.10.2010 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband