Ótrúlegt en satt...

......Hrakfarir Liverpool eru á hvers manns vörum er inn í prentsmiðjuna kemur. Ekki það að ég æsi mig yfir því en finnst athyglisvert að United mennirnir sem hæst hafa látið minnast ekkert á að í raun er Liverpool bara 8 stigum á eftir þeim. Það hefur oft ekki þótt mikill munur í deild þar sem 3 stig eru veitt fyrir sigur.  Hvort það forskot er svo eitthvað sem Liverpool nær að minnka verður tíminn að leiða í ljós. En þó munurinn sé kannski ekki meiri en raun ber vitni er ljóst er að menn þurfa að girða sig í brók ef ekki á illa að fara.

Chelsa-liðið  er svo náttúrulega en ofar en aðdáendur þeirra sem hingað koma eru fáir og flestir hljóðlátir, en sem komið er.


mbl.is Versta staðan í 57 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Gísli....Meira segja sumir okkar M.U. manna erum farnir að finna til með þeim. Annars er nú ekki hægt að hrópa húrra fyrir frammistöðu minna manna, Fergi fer yfirleitt af stað eftir áramót gæti hins vegar verið of seint enda enginn meistarabragur yfir þeim þetta árið.

Óskar Sigurðsson, 18.10.2010 kl. 15:55

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

hahaha ljótt er ástandið orðið ef þið United menn eruð farnir að finna til með þessum peyjum sem halda með Liverpool Óskar. En ég er sammála þér með United það er ekki það flug á þeim sem stundum hefur verið en þeir eru nú samt klárlega eitt af þremur bestu liðunum og hljóta að fara að skera sigfrá hópnum og bíta fast í hæla Chelsea. Hvort þeir ná að rífa þá niður verður tíminn að leiða í ljós.

Gísli Foster Hjartarson, 18.10.2010 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband