Örlítið um mig....

nullÞar sem að ég hef nú boðið mig fram til stjórnlagaþings er kannski rétt að láta hér inn smá upplýsingar um sjálfan sig, svona rétt til að koma með kannski eitthvað annað en fólk hefur lesið út úr bloggfærslum mínum í gegnum árin.

Ég er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Er giftur Ingibjörgu Heiðdal Friðriksdóttur og deili með henni tveimur börnum Vigdísi Hind sem að við eigum saman og svo Víði Heiðdal Nenonen, trymbli í Foreign Monkeys, sem að hún átti fyrir.Ég er framkvæmdastjóri í prentsmiðjunni Eyrúnu og hef verið það í um 15 ár. Einnig á ég og gef út Sjónvarpsvísi Vestmannaeyja. Ég er stúdent frá FÍV, en hef lítið lagst í nám eftir að ég útskrifaðist þaðan. Vann lengi vel í fiski hér innanlands. Dvaldi erlendis við sölu á gámafiski 1986 og 1987, bæði í Englandi og Þýskalandi. Hef einnig unnið við hin ýmsu störf en oftast nær í skamman tíma. Hef starfað nokkuð að félagsmálum hér heima í gegnum árin. Er t.d. formaður Foreldrafélags Grunnskóla Vm og hef verið í stjórn þar síðastliðin 5 ár en þeirri stjórnarsetu líkur næsta vor, í bili allavega. Sat í stjórn knattspyrnuráðs ÍBV á árunum 2003-2007 ásamt góðu fólki. Svo er ég virkilega stolltur af því að hafa verið „þjálfari“ ég knattspyrnufélaginu Smástund á sínum tíma.  Ritstýrði Þjóðhátíðarblaði Vm. 2009 og 2010. Hef og verið ötull, sumir segja um of, bloggari á mbl.is.

  

Það má alltaf senda mér póst eða fyrirspurn ef einhverjar spurningar vakna. gillihjartar@gmail.com, já eða bara undir einhverju blogginu hjá mér, ekki einhverju eldgömlu þó. Svo er ég á Andlitsskruddunni, klikkið hér

Mér þætti vænt um það ef að þú veitir mér stuðning í kosningum til stjórnlagaþings þann 27. nóvember n.k.

Bestu kveðjur Gilli Hjartar aka Fosterinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með framboðið! É reikna nú með að kjósa þig nú þegar þú minnir á þig. Ég hefi lesið bloggið þitt og finnst þú búa yfir yfirvegun og commonsensi sem ég vill sjá á þinginu. Ég minnist þess ekki að þú hafir í bloggfærslu hlaupið eftir popúlískum álitaefnum sem dúkka reglulega upp. Þar fyrir utan vil ég tengingu við landsbyggðina sem mér finnst oft vanta hjá Háskólaelítunni sem illu heilli horfði blind á skólafélaga sína fara með þjóðina í vaskinn.

Villi (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 22:19

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Takk fyrir þessi hlýju orð Villi.  ....þú kannski dreifir orðinu

Gísli Foster Hjartarson, 21.10.2010 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband